fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

„Ég held að konan mín sé að neyta læknadóps og fela það frá mér“

Fókus
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda sem heldur að konan hans sé byrjuð aftur í neyslu

_________________

„Ég held að konan mín sé að neyta læknadóps og fela það frá mér. Þegar við kynntumst var hún búin að vera edrú í þrjú ár, hún hafði verið í mikilli neyslu en varð síðan alveg edrú eftir að hafa farið tvisvar sinnum í meðferð. Sjálfur hef ég aldrei snert annað en áfengi og hef því takmarkaðan skilning á þessum málum og þekki kannski ekki alveg varúðarmerkin.

Mér hefur stundum fundist hún vera frekar vönkuð, hélt fyrst bara að hún væri illa sofin en þetta fór að gerast endurtekið. Síðan í eitt skiptið þegar ég var að setja í þvottavél þá fann ég pilluspjald í vasanum hennar en hún var búin að segja mér að hún vildi helst ekki taka neinar pillur, ekki einu sinni þó hún væri með hausverk.

Mér fannst þetta því skrýtið og fletti upp lyfinu, og þá er þetta róandi lyf sem einnig er þríhyrningsmerkt, lyf sem fíkill ætti ekki að vera að taka. Ég spurði hana út í þetta þegar hún kom heim en þá sagðist hún bara hafa ætlað að henda spjaldinu fyrir vinkonu sína en gleymt því í vasanum.

Ég er hins vegar sannfærður um að þetta sé ástæðan fyrir því hvað hún er oft fjarræn og ólík sjálfri sér. Hvernig get ég fengið hana til að segja mér satt? Eða er ég kannski bara ímyndunarveikur?“

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Sanna trúverðugleika sinn

Sæll. Ég get ímyndað mér að það sé ekki gott að vera á þessum stað, það er að gruna, efast, hafa áhyggjur af og treysta ekki konunni sinni. Því miður get ég ekki sagt þér hvort konan þín sé að segja þér satt eða ekki. Þaðan af síður get ég látið konuna þína segja þér satt eða staðfest fyrir þér hvort tilfinning þín sé rétt eða röng. Aftur á móti þori ég að fullyrða að þú ert ekki ímyndunarveikur, þú hljómar heldur áhyggjufullur.

Það er stundum sagt að við getum ekki spáð fyrir um framtíðina nema með fortíðinni. Hvað svo sem er til í því, þá á konan þín sögu sem ýtir undir grunsemdir þínar. Nokkuð sem allflestir sem hafa ánetjast fíkniefnum kannast við, það er að það vaki alltaf yfir en sömuleiðis finna þeir yfirleitt ráð til þess að sanna trúverðugleika sinn. Hvað hefur konan þín reynt í þeim efnum? Hvaða sannanir hefur hún fyrir edrúmennsku sinni?

Möguleg varúðarmerki

Fylgifiskar fíknarinnar eru lygi og leynimakk. Slíkt ýtir undir tortryggni aðstandenda sem auðvelt ætti að vera að skýra út fyrir óvirkum fíkli. Yfirleitt hafa þeir mikinn skilning á slíku og mikla þörf fyrir að sanna „sakleysi sitt“. Um leið og fíkillinn hrekkur í vörn við tortryggninni, vill ekki sanna edrúmennsku sína og snýr jafnvel út úr eða reynir að draga úr trúverðugleika aðstandenda sinna, gæti það þá ekki einmitt verið varúðarmerki?

Ekki leiða í gildru

Mitt helsta ráð sem hjónabandsráðgjafi er að tala um líðan sína og þarfir. Ef þér líður eins og þú getir ekki treyst konunni þinni, þá verður þú að reyna að eiga samtal um það. Ef þú reynir þess í stað að hanka hana, leiða hana í gildru eða bíða eftir sönnun á einhverju þá getur þú sjálfur verið kominn í leynimakk sem er aldrei gott í samböndum.

Hvað segir konan þín þegar þú berð áhyggjur þínar upp við hana? Hvað er hún tilbúin til að leggja á sig til þess að auka trúverðugleika þinn á henni? Getið þið leitað aðstoðar hjá meðferðaraðila? Í okkar samfélagi eru til tæki, tól og aðstoð til þess að hjálpa ykkur en ég mæli alls ekki með neinum þvingunarúrræðum. Einlægt samtal er yfirleitt betri lykill að farsælum endi.

Mundu svo að það er heillavænlegt að setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan sig, hlúðu vel að þér sjálfum og gangi þér sem allra best.

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálfsögðu nafnlaust og í fullum trúnaði

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli