fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Hvaða planta hentar þínu stjörnumerki?

Fókus
Föstudaginn 17. júlí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaða planta hentar þínu stjörnumerki?

stjornuspa

Hrútur

21.03. – 19.04

Latneska heitið á plöntunni þinni er Plasticus því ójú, þú af öllum merkjum, ættir helst að fá þér bara eitt stykki plastplöntu því þótt að þú sért hæf/ur í ýmsu þá ertu ekki með sérlega græna fingur.

stjornuspa

Naut

20.04. – 20.05

Nautið er mjög þolinmótt merki og því ætti það vel við þig að sá til plöntu úr fræi. Bændastörfin gætu alveg átt vel við þig. Þú finnur mikla hugarró í að sinna plöntum og ættir því að eiga nokkrar. Þín planta er Basil-kryddjurtin en hún þarf natni, ekki of mikið vatn og þolir ekki útiveru.

stjornuspa

Tvíburar

21.05. – 21.06.

Þú ert svo fjölskyldumiðað merki að þú velur þér auðvitað plöntu sem gefur af sér fullt af afleggjurum sem þú getur dreift til allra vina og vandamanna. Plantan þín er því engin önnur en Veðhlauparinn eða Peningaplantan góða

stjornuspa

Ljón

23.07. – 22.08

Elsku ljónið okkar er mikið sólarmerki og laðast að framandi blómum og plöntum. Sólblóm ætti að gleðja þig eða jafnvel afríska blómið Protea. Í raun henta öll gul blóm þínu merki afar vel. Láttu það eftir þér að auka litagleðina í kringum þig.

stjornuspa

Meyja

23.08. – 22.09.

Það má segja að þú sért viðkvæmt blóm og hafir miklar tilfinningar. Þú er týpan sem blæs á fífla og óskar þér í leiðinni, alveg sama hversu gömul/gamall þú ert orðin/n. Það er hollt að trúa á töfra alheims! Blómstrandi plöntur sem ilma, á borð við pottarósir, munu gleðja þig.

stjornuspa

Vog

23.09. – 22.10.

Elsku rómatíska Vogin okkar sem horfir á heiminn í gegnum rósrauð gleraugu og elskar allt sem er bleikt. Bleik planta er sérstaklega aðlaðandi fyrir þér og því er plantan þín bleik eldlija sem vel má rækta úti í garði eða kaupa afskorna.

stjornuspa

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

Sporðdrekinn er svo upptekinn í því að sigra heiminn að hann má helst bara eiga eitt stykki kaktus og svo bara stóran garð eða land þar sem hlutirnir rækta sig bara sjálfir eins og fjöllin og hólarnir. Þín planta er Aloe Vera: græn, vatnsmikil og sefandi eins og jörðin sjálf.

stjornuspa

Bogmaður

22.11. – 21.12.

Þú nýtur þín vel í garðræktinni svo lengi sem þú uppskerð vel. Bogmaðurinn elskar afskorin blóm en vill helst ekki gul blóm. Ef þú fengir vönd af bóndarósum þá yrðir þú glöð út alla vikuna.

stjornuspa

Steingeit

22.12. – 19.01.

Ef það er einhver sem kann að meta klassíska rós þá ert það þú þú! Þú hefur gaman af hefðum og ert oft á tíðum kölluð gömul sál. Mjög líklega ertu líka með stoltan mynturunna úti í garði hjá þér.

stjornuspa

Vatnsberi

20.01. – 18.02

Age of Aquarius… (heyrist sungið). Þú ert svo mikill hippi í þér þannig það kæmi engum á óvart að þú værir að rækta sveppi eða eitthvað í þeim dúr, en við mælum með að það sé bara fyrir súpur en ekki eitthvað annað. Þitt blóm er vöndur sem þú týnir saman sjálf/ ur úr náttúrunni. Villt og frjálst eins og þú.

stjornuspa

Fiskur

19.02. – 20.03.

Þú ert týpan til að fá plöntuveikina og átt líklega ófáar plöntur sem þú ert jafnvel farin að fela frá makanum þínum. „Ha þessi? Neeei, hún er ekki ný!!“ Þú ert mjög heimakært merki og því gleður það þig mikið að eiga flest allar plöntur. Þín planta er Zebrina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“