Eitt af óbeinum áhrifum Covid-19 faraldursins var framkvæmdagleði. Á facebook hópnum „Skreytum hús“ er að finna fjöldann allan af skemmtilegum myndum af alls konar framkvæmdum. Við höfðum samband við nokkra fagurkera sem gáfu leyfi fyrir því að birta myndirnar þeirra. Hér að neðan má sjá allt frá yfirhalningu á pallhýsi til einfaldrar breytingar á svölum með því að endurnýta hluti úr geymslunni. Sjón er sögu ríkari.
„Smá breytingar hjá okkur. Enn þá eftir að klára litla hluti“
„Makeover á 20 ára gömlu pallhýsi“
„Hér var að eins verið að dunda við að skreyta stigapallinn“
„Fyrir og eftir mynd af litla garðinum okkar, pallur og grindverk pússað og ný húsgögn. Við erum svo ánægð með litla garðinn.“
„Langar að sýna ykkur fyrir og eftir myndir af eldhúsinu okkar. Við settum nýja glugga, hita í gólf, nýja einangrun og veggplötur, færðum vegg, lokuðum hurðargati og stækkuðum annað hurðargat. Við erum að springa úr gleði yfir þessu og að vera loksins búin.“