fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Laglegt listamannaheimili á Vesturgötu til sölu – fullkomnar partýsvalir

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Vesturgötu 46a stendur mjög fallegt og reisulegt hús sem skartar listrænum og skemmtilegum íbúum. Á efstu hæðinni og í risinu eru gullfallegar og nýlega uppgerðar íbúðir sem nú eru til sölu, samtals 154 fm, að ógleymdum 36 fm þaksvölum sem eru sannkallaður draumur.

Íbúðirnar eru að vonum smekklegar enda eru eigendurnir annálað smekkfólk, listmálarinn Úlfar Örn Valdemarsson og eiginkona hans Anna Svava Sverrisdóttir, en hún starfaði lengi vel í auglýsingabransanum. Hjónin búa í stærri íbúðinni en sú minni hentar vel til útleigu.

Úlfar er einna þekktastur fyrir einstök málverk sín og teikningar af kvenlíkömum og hestum en hann nálgast viðfangsefni sín frá framandi sjónarhorni. Úlfar Örn þykir hafa einstaka teiknihæfileika og virðist skipta minna máli hvort hann tekur upp blýant, penna eða pensil. Í íbúðinni má sjá mörg verka Úlfars og er íbúðin öll í raun verk þeirra hjóna þar sem hún er töluvert endurnýjuð.

Eignin hefur lengi þótt mjög sjarmerandi en hún er þar að auki á einum besta stað í bænum. Síðast þegar þessi eign var til sölu sáust flestar listaspírur landsins skoða hana, þar á meðal Sólveig Káradóttir, fyrirsæta og sálfræðingur, dóttir Kára Stef og fyrrum eiginkona Bítlasonarins Dhani Harrison.

Á hæðinni fyrir neðan býr fyrrum forseti borgarstjórnar, Elsa Yeoman, en hún ku vera einn besti pizzabakari landsins svo nokkuð ljóst þykir að góð lykt fylgir með íbúðinni.

Verk Úlfars má sjá víða í íbúðinni.
Fallegur sófi sem tónar fullkomlega við verkið eftir húsbóndann sem hangir fyrir ofan. Sko listaverkið.
Falleg smáatriði eins og veggfóður í búrskápnum gleðja augað.

Risíbúðin er ekki minna sjarmerandi. Takið eftir hlaðna veggnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Í gær

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna