fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hjón á Nýja Sjálandi flæmd í burtu af íslenskum nágranna: „Hver vill sitja og horfa á þetta allan daginn?“

Auður Ösp
Mánudaginn 22. júní 2020 19:00

Hjónin, Roy og Marilyn Bridger. Ljósmynd/TVNZ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur sem búsettur er í New Plymouth á Nýja Sjálandi hefur átt í útistöðum við nágranna sína, eldri hjón, í hátt í þrjá áratugi. Hjónin, Roy og Marilyn Bridger  segjast nú loksins sjá sig tilneydd til að flytja. Fjallað var um þetta sérkennilega mál í  fréttaþættinum Fair Go nú á dögunum.

Fram kemur í þættinum að deilurnar hafi staðið yfir árum saman. Íslendingurinn, Valdimar Einarsson segir í samtali við þáttastjórnendur að hjónin hafi meðal annars hent kattasandi og garðúrgangi á lóðina hans. Þá sakar hann þau um að hafa beitt dónaskap og svívirðingum. Hjónin neita þeim ásökunum alfarið.

Hjónin segja að áður hafi þau haft glæsilegt útsýni frá húsinu yfir á Tasmaníuhaf.  Á seinasta ári hafi Valdimar hinsvegar reist hátt grindverk á lóðinni. Útsýnið er nú algjörlega horfið.

Marilyn er haldin ólæknandi krabbameini og segir í samtali við Fair Go að hún vilji eyða seinustu ævidögunum annars staðar. Hún sé búin að fá nóg. „Hver vill sitja og horfa á þetta allan daginn?“ spyr hún.

Þáttastjórnendur ræddu einnig við Valdimar á seinasta ári. Þá sagðist hann hafa „fengið sig fullsaddan af framkomu hjónanna.“ Hann hefði því ákveðið að reisa grindverkið.

„Þau misstu útsýnið þitt og þau munu ekki fá það aftur og það er útrætt mál.“

Þá segir Valdimar á öðrum stað í þættinum: „Þið getið sýnt þennan þátt ef þið viljið, mér er ****** sama!“

Garður hjónanna, þar sem áður var útsýni út á hafið. Ljósmynd/TVNZ

Þá kemur fram í þættinum að hreppsnefndin í New Plymouth hafi reynt ítrekað að koma á samkomulagi milli Valdimars og hjónanna en án árangurs.

Fulltrúi nefndarinnar segir að leitað hafi verið eftir sérfræðiáliti vegna málsins og jafnframt hafi verið rætt um að leita til úrskurðarnefndar umhverfismála. Það er þó ekki hægt að benda á nein brot á lögum eða reglugerðum í þessu tilviki.

Hjónin segja nokkra hafa sýnt áhuga á að kaupa húseignina og vonast þau til að geta flutt burt sem fyrst.

„Við ætlum að halda áfram og reyna að njóta lífsins annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið