Endurgerð verðlaunakvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrútar, verður senn frumsýnd og hefur framleiðendur áströlsku útgáfu myndarinnar Rams birt sýnishorn úr myndinni.
Myndin fjallar um bræðurnar Gumma og Kidda, sauðfjárbændur og nágranna í afskekktum norðlenskum dal. Fjárstofn bræðranna er eftirsóknarverður og hrútarnir margverðlaunaðir. Þrátt fyrir að deila landi og starfi talast bræðurnir ekki við og hafa ekki gert í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og yfirvöld ráðast í niðurskurð sauðfjár til að hefta útbreiðsluna þurfa bræðurnar að grípa til sinna ráða.
Mynd Gríms var frumsýnd í maí 2015 á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut þar Un Certain Regard verðlaunin. Sigurgöngu myndarinnar var þó hvergi nærri lokið og var hún sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim.
Framleiðsla áströlsku útgáfu myndarinnar er lokið og líður því senn að frumsýningu. Myndin skartar leikörunum Sam Neill úr Jurassic Park, Miranda Richardson og Michael Caton.
Ástralía er eins og frægt er þekkt fyrir sauðfjárrækt og dreifbýlar víðáttur og því hæg heimatökin að yfirfæra tragíkómíska senu bræðradeilunnar yfir á ástralskan raunveruleika. Sýnishornið er hér að neðan.