fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Áhorfendur í áfalli yfir rasískum og óviðeigandi atriðum úr America’s Next Top Model

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. maí 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikaþátturinn America‘s Next Top Model sætir nú harðri gagnrýni þó svo að þættirnir hafi hætt framleiðslu fyrir nokkru síðan.  Sautján ár  eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Þættirnir nutu gríðarlega vinsælda síðasta áratug og komu út 24 seríur í heildina. Í þáttunum er leitað að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna.

Sjá einnig: Manstu eftir þessu goðsagnakennda augnabliki úr America’s Next Top Model?

Nýlega hafa þættirnir sætt harðri gagnrýni fyrir neikvæð skilaboð varðandi kynþætti, kynferði og líkamsímynd. Insider greinir frá.

Um þessar mundir er hægt að horfa á þættina á streymisveitunum Hulu og Amazon Prime. Sem þýðir að fólk hefur verið að horfa á þættina aftur eftir langan tíma. Margir áhorfendur voru hneykslaðir yfir hversu óviðeigandi margar myndatökurnar voru og hvernig samskiptum Tyru Banks við keppendur var háttað.

Harðlega gagnrýnd

Bæði þættirnir og þáttastjórnandi þeirra, ofurfyrirsætan Tyra Banks, hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Ýmis atriði hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og velta margir fyrir sér hvernig í ósköpunum sumt af þessu fékk að fara í loftið.

Atriðið sem var með því fyrsta til að fara í dreifingu var þegar Tyra Banks gagnrýnir keppanda fyrir að vilja ekki láta laga frekjuskarðið sitt. Hún sagði frekjuskarð hennar ekki markaðsvænt.

Svo má ekki gleyma því þegar hún neyddi keppandann Kahlen Rondon til að sitja fyrir í líkkistu, stuttu eftir að Kahlen frétti að besta vinkona hennar væri látin. Eða þegar hún sagði hinsegin keppandanum Kim Stolz að vera ekki svona opinberlega stolt af því að vera samkynhneigð.

Rasísk myndataka

Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er þegar keppendur voru látnir líta út fyrir að vera af öðrum kynþætti.

Í myndatöku í fjórðu seríu voru margar af hvítu stúlkunum málaðar svartar í framan, þeim var gefið svokallað „blackface.“

Í þrettándu þáttaröð voru keppendur farðaðir til að líta út fyrir að vera með dekkri húð en þeir raunverulega voru með.

Það er óhætt að segja að áhorfendur fengu sjokk þegar þeir sáu þessi atriði aftur. Þessi og fleiri atriði hafa verið harðlega gagnrýnd og hefur Tyra Banks fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína, sem margir segja vera ofbeldisfulla, í þáttunum.

Tyra Banks endaði með að svara gagnrýninni á Twitter og sagði að: „Þegar ég horfi til baka, þá sé ég að við tókum nokkrar mjög slæmar ákvarðanir.“

Ken Mock, annar höfundur þáttanna, tjáði sig einnig um málið og sagðist vera sammála Tyru. Hann sagðist „skammast sín“ fyrir margt sem gerðist í þáttunum.

Fyrr í mánuðinum sagði Jay Manuel, listrænn stjórnandi þáttanna, að hann ætlaði að gefa út bók byggða á reynslu hans af þáttunum. Hann viðurkenndi að mörg atvik í þáttunum létu honum „líða óþægilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi