„Brátt má aftur“ er nýtt lag með Páskastjörnunni Guðnýju Maríu Arnþórsdóttir. Hún segist hlakka mikið til að troða upp og syngja aftur fyrir þjóðina, en frá og með mánudeginum má hún syngja fyrir 50 manna hóp þar sem tveggja metra reglan er virt og líklega á fjöldinn eftir að vaxa eftir því sem líður á vorið og frekari afléttingar verða kynntar.
„Mér fannst þjóðin öll þurfa meira gleðisöng og það er gott að geta brosað líka yfir ástandinu,“ segir Guðný um nýja lagið í stuttu spjalli við DV. Ég fór nýja leið í trommuslætti , blöndun lagsins er betri en áður og vídóið betur klippt.“
„Það gott fyrir okkur að geta hlakka til eðlilegra skemmtana að nýju,“ segir Guðný enn fremur en lagið er í spilaranum hér fyrir neðan.