Rétt í þessu var tilkynnt í þættinum „Eurovision-gleði – Okkar 12 stig“ að Daði og Gagnamagnið hefðu sigrað í símakosningu í sambærilegum þætti í Svíþjóð. Hlaut Daði eina milljón atkvæða í símakosningunni. Honum hefur nú verið boðið að taka þátt í Melodie-Festivalen í Svíþjóð.
Þetta rennir stoðum undir þá skoðun margra að Daði og Gagnamagnið hefðu átt raunhæfa möguleika á að vinna Eurovision í ár hefði keppnin verið haldin en henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.