fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Vigdís birtir myndbandið frá strippstaðnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. apríl 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream, var að gefa út nýtt tónlistarmyndband. Við ræddum við Vigdísi í byrjun mars um myndbandið, sem var tekið upp á strippstað í Berlín. Það komu ótal margir að myndbandinu, þar á meðal stripparar af staðnum sem Vigdís kallaði femínista á öðru stigi en femínistar á Íslandi.

„Ég held að þetta myndband eigi alveg eftir að fara langt. Það er geðveikt flott og geðveikt heitar gellur í því. Þetta er ekki bara hugsað sem eitthvað týpískt rapparamyndband fyrir gagnkynhneigða karlmenn að njóta. Það er dragdrottning í myndbandinu, ég er með hinsegin lið og ógeðslega mikið af fólki sem er að vinna kynlífsvinnu í teyminu,“ sagði Vigdís og tók það einnig fram að myndbandið ætti að vera valdeflandi.

Nú er myndbandið komið á YouTube. Við heyrðum aðeins í Vigdísi um myndbandið og tilvonandi plötu.

Fordómar gagnvart kynlífsvinnu

„Það er alltaf talað um hvað kynlíf selur vel og er notað til að selja allt mögulegt. En svo er fólk með fordóma fyrir kynlífsvinnu og þá sérstaklega sjálfstæðum konum sem kjósa að gera það,“ segir Vigdís.

„Það er ekkert hræðilegra í augum margra en kona sem ákveður að hagnast á eigin líkama. Þetta sama fólk kúgar konur og neyðir þær til að skammast sín fyrir það. Það hvetur einnig til nauðgunarmenningar með því að gera ráð fyrir því að allir stripparar séu bara að gera það útaf einhverri kynlífsþrælkun, sem er svo langt frá raunveruleikanum.“

„Myndbandið á að vera einhvers konar draumaheimur þar sem allir strippararnir eru saman að hafa gaman og fá borgað, en það eru engir viðskiptavinir.“

Vigdís Howser sá um að leikstýra tónlistarmyndbandinu og samdi handritið. Oliver Zimmermann var aðstoðarleikstjóri. Jóhanna Rakel var stílistinn. Þú getur lesið nánar um gerð tónlistarmyndbandsins hér.

Plata á leiðinni

„Don‘t Call Me Baby“ er af tilvonandi plötu Vigdísar, Sweet Queen. Platan kemur út í apríl.

„Það verður eitthvað fyrir alla á þessari plötu. „Don‘t Call Me Baby“ er ábyggilega grófasta lagið, en svo eru nokkur tilfinningarík lög um hvernig mér hefur liðið undanfarin tvö ár. Ég hef gengið í gegnum margt,“ segir Vigdís og heldur áfram:

„Í fyrra dóu tveir nánir vinir mínir og ég hef aldrei verið jafn einmana. Ég skrifa mikið um missi og hvaða lærdóm maður getur dregið af því. Þetta verður sannkölluð „in your feels“ plata. Ég er að gera alveg nýja hluti með hana. Eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ég skrifa, rappa og syng um hvernig það er að koma út sem tvíkynhneigð og upplifa sig ekki endilega sem eitt kyn. Kyn hefur alltaf verið mjög flókið fyrirbæri fyrir mér.“

Þú getur fylgst með Vigdísi á Instagram @feverdreamofficial.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Í gær

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna