fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fókus

Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar átti stórfurðulegan fund með Ezra Miller – „Sagðist vera með lækningu við kórónaveirunni“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 21:00

Hollywood-stjarnan Ezra Miller hefur undanfarin ár farið með burðarhlutverk í stórmyndum á borð við Justice League, We Need To Talk About Kevin og Fantastic Beasts.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því nú á dögunum að bandaríski Hollywoodleikarinn Ezra Miller hefði gert tilboð í hús Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra. Þá kom fram að Ezra hefði mikið dálæti á Bíó Paradís og vildi láta breyta bíóinu í einkabíóklúbb. Í samtali við DV staðfestir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar að Ezra hafi óskað eftir fundi með henni til að ræða fjárframlag til Bíó Paradísar. Fundurinn sem fram fór á milli þeirra var hins vegar stórfurðulegur og sökum annarlegs ástands leikarans hafi samræðurnar ekki skilað neinni niðurstöðu.

Sögusagnir um geðbilun og dópneyslu

Hollywood-stjarnan Ezra Miller hefur undanfarin ár farið með burðarhlutverk í stórmyndum á borð við Justice League, We Need To Talk About Kevin og Fantastic Beasts. Ezra er mikill Íslandsvinur. Hefur hann heimsótt landið reglulega síðastliðin sjö ár og meðal annars sést úti á skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur. Undanfarin misseri hafa þó heyrst háværar sögusagnir um geðræn vandamál og eiturlyfjaneyslu leikarans. Samkvæmt heimildum DV hefur honum verið meinaður aðgangur að minnst einum skemmtistað í miðborginni.

Þann 7.apríl síðastliðinn greindi DV frá því að myndband sem var tekið á Prikinu, í miðbæ Reykjavíkur í byrjun mánaðarins hefði farið eins og eldur í sinnu um internetið. Á myndbandinu má sjá  Ezra  taka ungan aðdáanda hálstaki og snúa niður í jörðina. Athæfi leikarans hefur verið harðlega gagnrýnt og hafa margir kallað eftir því að Hollywood úthýsi leikaranum vegna þessa.

Skjáskot úr myndbandi sem fór á flug á netinu og sýnir Ezra ráðast að konu á Prikinu.

„Vall upp úr honum vitleysan“

Greint var frá því í byrjun ársins að framtíð Bíó Paradísar héngi á bláþræði, búið væri að segja upp öllum starfsmönnum, og að öllu óbreyttu yrði skellt í lás þann 1.maí næstkomandi. Starfsemi bíósins hélst óbreytt þar til samkomubann var sett á hér á landi.

Í samtali við DV segir Hrönn að Ezra hafi reglulega heimsótt Bíó Paradís, hann hafi vitað af rekstrarvandræðum bíóisins og óskað eftir fundi til að ræða hugsanlegt fjárframlag. Sá fundur hafi átt sér stað stuttu áður en samkomubann var sett á vegna Covid-19 faraldursins.

Bíó Paradís hefur enn ekki náð að semja við ríki og borg um nauðsynlegar endurbætur á Bíó Paradís, en sæti og tækjabúnaður í húsinu er fyrir löngu kominn til ára sinna.

„Ég hugsaði með mér að það gæti kanski orðið fín auglýsing, að fá „private donation“ frá honum,“ segir Hrönn.

Hún segir að Ezra hafi mætt á á fundinn ásamt fylgdarmanni sínum, sem hafi kynnt sig sem indjánahöfðingja. Hún segir Ezra hafi talað heil ósköp, en þó minnst um fundarefnið sjálft.

„Það hreinlega vall upp úr honum vitleysan. Ég sá það nokkuð fljótt að það var engan veginn í lagi með hann.“

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar

Hrönn segist ekki útiloka að Ezra hafi verið á einhvers konar ofskynjunarlyfjum á meðan fundurinn fór fram, þó svo að hún geti ekkert fullyrt um það.

Það hafi þó verið ljóst að Ezra var ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

„Þeir sögðust til dæmis vera í fararbroddi með nýtt system sem ætti að gjörbreyta og umbylta kvikmyndaheiminum eins og við þekkjum hann. Það var eins og hann væri í einhverju maníukasti, korteri frá því að fara í geðrof.“

Sagðist vera með lækningu við Covid

Hún segir Ezra hafa stungið upp á að í staðinn fyrir að loka út af Covid faraldrinum þá ætti að breyta bíóinu í einkaklúbb. Hann hafi boðist til að „koma með ríka kúnna.“

„Hann var ekki að gera sér grein fyrir því að við vorum að hlýða tilmælum frá stjórnvöldum. Það var auðvitað ekkert hægt að rökræða við hann.“

Hún segir Ezra meðal annars hafa tjáð henni að hann væri sjálfur  með lækningu við kórónaveirunni og síðan sagt við hana að vírusinn væri „algjört kjaftæði.“ Hann hafi síðan tekið því afar illa þegar hún hafi ekki verið samþykk hugmyndum hans um að breyta Bíó Paradís í einkaklúbb.

„Hann starði á mig, eins og hann væri að reyna að beita einhverjum brögðum og spurði hvort ég væri að gera grín að sér.“

Hrönn segist loks hafa náð að afsaka sig og koma sér í burtu frá þeim félögum, enda hafi henni verið fulljóst að „viðræðurnar“ myndu ekki skila neinu. Hún neitar því ekki að hafa verið örlítið smeyk við ástandið á leikaranum þegar hér var komið sögu og því reynt að kveðja hann eins snuðrulaust og mögulegt var, án þess að espa hann upp.

„Ég reyndi  bara að vera eins kurteis og ég gat og óskaði þeim alls hins besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“
Fókus
Í gær

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóley Kristín deilir uppáhalds æfingunni til að stækka rassinn

Sóley Kristín deilir uppáhalds æfingunni til að stækka rassinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bettina átti erfiðan dag ófrísk og óglatt en uppskar verðlaun – Besta brúðkaupsmynd ársins er tekin í Kötlujökli

Bettina átti erfiðan dag ófrísk og óglatt en uppskar verðlaun – Besta brúðkaupsmynd ársins er tekin í Kötlujökli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þrjár ólíkar en áhugaverðar og skemmtilegar bækur fyrir börn og ungmenni

Þrjár ólíkar en áhugaverðar og skemmtilegar bækur fyrir börn og ungmenni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anton Bjarki byrjaði að sauma föt 16 ára – Sækir innblástur í íslenska arfleifð

Anton Bjarki byrjaði að sauma föt 16 ára – Sækir innblástur í íslenska arfleifð