fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Fjölskylduhornið – „Hamingja okkar veltur á öðrum“

Fókus
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Tómasdóttir, hjónabandsráðgjafi með meiru, hefur gengið til liðs við DV og mun svara spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börn og ástina í nýju fjölskylduhorni. Fyrsti pistill Kristínar fjallar um hamingjuna, en að henni er sérstaklega mikilvægt að huga á þessum fordæmalausu tímum sem við búum við í dag.

 

Hamingja okkar veltur á öðrum

Allir vilja vera hamingjusamir. Aftur á móti erum við mishamingjusöm og það er misjafnt hvað skapar okkur hamingju. Við erum til að mynda ekki há í loftinu þegar við lærum að það er ekki hægt að kaupa sér hamingju. Efnahagur skýrir um 1% af hamingju fólks og þó að það sé stundum hægt að hressa sig við með efnislegum kaupum er það yfirleitt afar skammgóður vermir.

Um þessar mundir erum við, að margra mati, að ganga í gegnum frekar niðurdrepandi og leiðinlega tíma. Margir eru að kljást við alvarleg veikindi og áföll hjá sér eða sínum. Við getum ekki gert það sem annars gerir okkur glaðan dag til dæmis farið í líkamsrækt, út að borða, í sund, matarboð eða annað. Og þá reynir á okkur.

Aftur á móti veltur hamingja okkar ekki á því hversu mörg eða fá vandamál okkar eru, heldur hvernig við tæklum þau. Ef við erum lausnamiðuð og leitum leiða til að draga úr vandanum eða finnum á þeim lausnir, þá erum við líklegri til þess að finna hamingjuna.

Hamingjusamt fólk skýrir oftast hamingju sína sem góð og náin tengsl við aðra. Sömuleiðis er einmanaleiki eitt helsta heilbrigðisvandamál heims samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og einmanaleiki spáir sterklega fyrir um óhamingju.

Segir þetta okkur að ef við viljum koma hamingjusöm út úr þessum undarlegu tímum er líklegast til árangurs að nýta tímann í að styrkja tengsl. Þó svo að við getum ekki komið saman þá er mikilvægt að halda sambandi og vera í félagslegum samskiptum. Og hvernig gerum við það?

Það hefur sýnt sig að eitt mesta þrætuepli para og foreldra er tími. Vinnutími, frítími, mismikill tími … Nú höfum við mörg hver nægan tíma en hann einn og sér gerir okkur ekki hamingjusöm heldur skiptir það máli hvernig við nýtum tímann.

Hvernig væri að halda fjölskyldufund þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur fær tækifæri til að setja á dagskrá fjölskyldunnar einn viðburð? Spil, föndur, bakstur eða kósíkvöld? Tekinn verður svo fyrir einn viðburður á hverjum degi um páskana.

Annað skemmtilegt sem tekur smá tíma en styrkir tengsl: Ritaðu niður nöfn fimm einstaklinga sem hafa veri til staðar fyrir þig í gegnum tíðina með einum eða öðrum hætti. Skildu svo eftir lítinn glaðning fyrir utan dyrnar hjá þeim. Ég mæli ekki með því að pósta því á samfélagsmiðla, hafðu það bara fyrir þig. Sennilega munt þú sjá hversu hamingjusöm við getum orðið við það eitt að gleðja aðra þó að við uppskerum engin læk, broskalla eða hjörtu.

Eins og það er nú pirrandi, þá veltur hamingja okkar að miklu leyti á öðrum. Nýtum okkur það á þessum undarlegu tímum, tökum utan um fólkið okkar og leyfum því að veita okkur hamingju á innanhússferðalagi nú um páskana.

 

Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í fjölskylduhorninu, að sjálfsögðu nafnlaust og undir fullum trúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set