Eins og alþjóð veit heldur Daði Freyr ásamt Gagnamagninu til Rotterdam í maí og verður þar fulltrúi Íslands í Eurovision eftir frækinn sigur í Söngvakeppninni.
Daði hefur lengi fengist við tónlist, eins og sést í tíu ára gömlu rappmyndbandi sem hann gerði og hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga.
Lagið heitir Rapparar og flytur Daði það með MC Jökli, en Daði sá um að semja lag og texta. Lagið var sýnt á Busakvöldvöku Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands í september árið 2010 og er Daði vægast sagt óþekkjanlegur í því, eins og sjá má hér fyrir neðan: