Íslenska gamanmyndin Hvernig á að vera klassa drusla hefur bæst í hóp væntanlegra kvikmynda sem búið er að fresta. Þetta er fyrsta íslenska verkið sem hefur orðið fyrir höggi COVID-19 og hefur ekki enn fengist staðfesting á nýjum frumsýningardegi.
Upphaflega stóð til að frumsýna myndina 3. apríl. Hvernig á að vera klassa drusla segir frá tveimur ólíkum vinkonum og uppákomum þeirra þegar þær fara að vinna á sveitabæ yfir sumarið. Myndinni er leikstýrt af Ólöfu Birnu Torfadóttur.