fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Fríir tónleikar á Dillon í beinni: „Við viljum bara leggja okkar af mörkum“

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. mars 2020 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn verða fyrstu streymistónleikar Dillon sem hægt verður að sjá frítt í beinni útsendingu hér á vef DV. Komdu þér vel fyrir í sóttkvíarsófanum og fylgstu með frábærum tónleikum.

Svavar Knútur

Forsvarsmenn skemmtistaðarins og viskíbarsins Dillon höfðu samband við Svavar Knút og báru upp hugmyndina um að halda tónleika og streyma beint til áhorfenda sem sitja heima í sóttkví og samkomubanni. Svavar tók vel í hugmyndina „Við viljum bara leggja okkar af mörkum til þess að gera samkomubannið á Íslandi sem bærilegast,“ segir Svavar Knútur.

Dillon er einn af þekktustu tónleikastöðum bæjarins og hafa verið haldnir fjölda tónleika bæði á efri hæð staðarins sem og í portinu fyrir utan, þegar vel viðrar.

Efri hæðin á Dillon stendur ónotuð í augnablikinu. „Þarna er fullbúið svið fyrir tónlistamenn, græjur og streymisbúnaður. Af hverju ekki að leyfa fólki sem situr heimafyrir að njóta?“

Hægt að styrkja tónlistamennina

„Við erum í samstarfi við AUR. Á meðan tónlistamenn eru að spila hjá okkur verður hægt að nota AUR appið til þess að styrkja listamennina.“

Fyrstu streymistónleikarnir á Dillon hefjast á sunnudagskvöldið klukkan 19:00 og verður streymt, eins og áður segir, hér á vef DV.

Svavar Knútur er jafnframt sá sem opnar tónleikana. Hann mun stíga á svið, á eftir honum verður síðan Ásta sem fékk nýverið Tónlistarverðlaun Íslands fyrir plötu ársins í flokki þjóðlaga- og heimstónlistar fyrir plötu sína Sykurbað . „Það bætast svo vonandi fleiri við fyrir sunnudaginn.“

Ásta.

„Við lýsum jafnframt eftir fleiri tónlistarmönnum og konum til þess að halda streymistónleika á Dillon. Við erum opin fyrir öllum sem vilja vera með og erum ekki með neina síu. Ef þú vilt vera með þá er þetta frábært tækifæri til þess að koma sér á framfæri sem og gleðja fólkið í landinu. Þetta verður ekki bara á sunnudagskvöldum, heldur bara þegar tónlistarmönnunum hentar. Þá er alveg eins líklegt að við munum streyma tónleikum í hádeginu á miðvikudaginn.“

Dillon er eins og áður segir með allar græjur tilbúnar og það verður hljóðmaður á svæðinu sem sér um að allt gangi smurt, það eina sem þarf að gera er að mæta og spila.

Þeim listamönnum sem hafa áhuga á að nýta sér aðstöðuna er bent á að hafa samband beint við Dillon í gegnum facebook síðu staðarins eða með því að hafa samband við Svavar á hrsvavar@gmail.com

Tónleikunum er streymt í gegnum Facebooksíðu Dillon og áfram á vef dv.is. Þegar streyminu lýkur má nálgast upptökurnar á Facebook. „Ef tónlistamennirnir vilja eiga upptökurnar þá getum við að sjálfsögðu reddað því.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“