fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Eurovision-sérfræðingar spá Daða í topp tíu: „Þetta er svo lúðalegt – ég elska það“

Fókus
Mánudaginn 2. mars 2020 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Lee Adams og Deban Aderemi hjá Wiwibloggs eru meðal fremstu Eurovision-sérfræðinga heims. Myndbönd þeirra á YouTube þar sem þeir dæma þau lög sem búið er að velja í keppnina vekja ávallt mikla lukku en í gær tóku þeir fyrir Eurovision-framlag Íslendinga, Think About Things, með Daða og Gagnamagninu.

William og Deban eru vægast sagt afar hrifnir af laginu og segja til að mynda að það sé „stórkostlegt“ og „sætt“. Þá finnst þeim mikill nostalgíu fílíngur í laginu í anda leikjatölvanna Nintendo og Atari. „Þau eru eins og álfar í Atari-leik frá níunda áratug síðustu aldar,“ segja þeir til dæmis og bæta við:

„Þetta er svo lúðalegt – ég elska það“

Þeir eru einnig hrifnir af því að Daði og Gagnamagnið geri grín að Eurovision-klisjunum; upphækkuninni, vindvélinni og hljóðfærum sem ekki má spila á í beinni útsendingu. Þá telja þeir einnig að það vinni með Gagnamagninu hve venjuleg þau eru í keppni þar sem flestir gera mikið út á að fegra útlit sitt. William og Deban eru ekki í vafa um að laginu gangi vel ytra. Spá því að það lendi í einhverju af tíu efstu sætunum.

„Kemst það upp úr undanriðlinum? Tvímælalaust. Mun því ganga vel? Tvímælalaust.“

Daði og Gagnamagnið hafa rokið upp í veðbönkum síðustu daga. Rétt fyrir úrslitin á laugardagskvöld var Íslandi spáð 11. sæti í Eurovision. Þegar í ljós kom að Daði og Gagnamagnið yrðu fulltrúar Íslands hoppaði Ísland upp í 8. sæti. Í dag er Íslendingum spáð 3. sæti í keppninni. Búið er að horfa hátt í tvö hundruð þúsund sinnum á YouTube á frammistöðu Daða og Gagnamagnsins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardag. Þá nálgast spilanir á myndbandinu við lagið, sem sjálfur Russell Crowe deildi, milljón spilanir.

Sjá einnig: Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið.

Hér fyrir neðan má sjá vangaveltur Eurovision-spekinganna um lagið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024