fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Sjónvarpsrisi veðjar á Símann og Sagafilm

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 18:30

Silja Hauksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný íslensk þáttaröð, Sisterhood, lítur dagsins ljós á næsta ári, en serían er framleidd af Sagafilm í samstarfi við sjónvarpsrisann Sky Studios og verður sýnd á Viaplay og í Sjónvarpi Símans. Um er að ræða þáttaröð í sex hlutum, en þetta er fyrsta verkefnið sem kemur úr samstarfs- og dreifingarsamningi Sagafilm við breska fyrirtækið Sky Studios sem skrifað var undir síðasta haust.

Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handritið en leikstjórn er í höndum Silju Hauksdóttur. Þáttaröðin fjallar um Veru, rannsóknarlögreglukonu sem fær í hendurnar dularfullt mál þegar beinagrind ungrar stúlku sem hvarf sporlaust fyrir tuttugu árum finnst í smábæ á Íslandi. Samstarfsfélagar Veru telja málið einfalt en annað kemur á daginn þegar hópur af konum kemst í uppnám við fund beinagrindarinnar, hópur sem hefur þagað yfir ljótu leyndarmáli um morðið á þessari ungu stúlku.

„Með því að gera aðalumfangsefnið fullorðnar konur sem frömdu hryllilegan glæp í fortíðinni verður Sisterhood undirtegund glæpaseríuflokksins, sem margir hafa spreytt sig á,“ segir Jóhann Ævar í viðtali við Variety. Pálmi Guðmundsson, hjá Símanum, segir í sömu grein að hann innsigli sjaldan samninga þegar seríur eru enn á frumstigi en að hann hafi gríðarmikla trú á sögunni og karakterunum á bak við Sisterhood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“