Úrslit Söngvakeppninnar 2020 ráðast í kvöld. Nú er tími til að skella eðlunni í ofninn og hella snakki í skál.
Mikið verður um dýrðir í Laugardalshöllinni og gerir RÚV ráð fyrir að um verði að ræða eina stærstu beinu útsendingu ársins.
Skemmtiatriði verða ekki af verri endanum en fulltrúar Íslands í Eurovision á síðasta ári, Hatari, munu stíga á stokk og norska hljómsveitin Keiino sem notu gífurlegrar velgengni í keppninni á síðsta ári.
Rúv hefur að auki boðað leynigest, en mikil leynd ríkir yfir þessu óvænta atriði. Því verður spennandi að horfa í kvöld.
Tvö lög verða valin áfram í fyrri kosningu kvöldsins til að taka þátt í svonefndu einvígi. Þá mun álit dómnefndar hafa helmings vægi á móti símakosningu. Dómnefndin er alþjóðleg og þetta árið er hún skipuð eftirfarandi aðilum:
Dómnefnd ársins skipa:
Ana M. Bordas
Spánn
Yfirmaður alþjóðlegrar sjónvarpsframleiðslu hjá spænska ríkissjónvarpinu
Eirini Giannara
Grikkland
Blaðamaður og fjölmiðlafulltrúi gríska ríkissjónvarpsins í Eurovision
Unnsteinn Manúel
Ísland
Söngvari
Kleart Duraj
Albanía
Verkefnastjóri Eurovision hjá albanska ríkissjónvarpinu
Klemens Hannigan
Ísland
Tónlistarmaður
Alexandra Rotan
Noregur
Söngkona í norsku hljómsveitinni Keiino
Regína Ósk Óskarsdóttir
Ísland
Söngkona
Edward af Sillén
Svíþjóð
Leikstjóri og handritshöfundur. Leikstýrði Eurovision keppnunum í Svíþjóð 2013 og 2016
Audrius Girzadas
Litháen
Yfirframleiðandi litháeska ríkissjónvarpsins
Christina Schilling
Danmörk
Lagahöfundur og söngkona
Keppnin hefst 19:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu.