Það styttist óðum í úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 og fyrir harðkjarna Eurovision-aðdáendur er nú runninn upp dásamlegasti tími ársins. Næstu mánuði skýrist hvaða lög og flytjendur verða fulltrúar sinna landa í sjálfri Eurovision-keppninni í Rottedam og stendur þessi veisla yfir allt fram yfir miðjan maí. Flestir eiga sín uppáhalds Eurovision-lög, en blaðamanni lék þó forvitni á að vita hvað keppendur í úrslitunum hér heima, telja vanmetnasta Eurovison-lagið.
Hvert er vanmetnasta Eurovision-lagið?
Lífið er lag með Model er klárlega vanmetnasta lagið. – Stefán Jakobsson
Að mínu mati er vanmetnasta Eurovision-lagið Taken by a stranger sem fór út fyrir hönd Þýskalands 2011. – Iva Marín Adrichem
Eurovision 2015 – Lettland, Aminata með lagið Love Injected. Það er mitt „all time favorite“ og náði langt en er strax gleymt. – Nína Dagbjört Helgadóttir
Ég held að ég verði að segja lagið Karen með Bjarna Arasyni, það var í öðru sæti í undankeppninni árið 1992, sama ár og ég fæddist. Það er klárlega eitt af mínum allra uppáhalds íslensku Eurovision-lögum og það eldist líka svo vel. Ég elska allt við þetta lag og fæ gæsahúð í hvert einasta skipti sem ég hlusta á það. – Ísold Wilberg