fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Þetta fá leikararnir í Friends borgað fyrir að koma saman aftur

Fókus
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 09:30

Vinirnir njóta enn mikilla vinsælda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins er búið að staðfesta að leikararnir í gamanþættinum sáluga Friends koma aftur saman fyrir einn þátt sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni HBO Max. Allir leikararnir, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matthew Perry, David Schwimmer og Matt LeBlanc deildu fréttunum á samfélagsmiðlum fyrir helgi en þetta verður í fyrsta sinn síðan í lokaþætti Friends árið 2004 sem allir leikararnir koma fram saman í sjónvarpi.

https://www.instagram.com/p/B82FMKcBKHL/

Leikararnir fá væna summu fyrir að gera þáttinn eins og Variety segir frá. Þau fá að minnsta kosti 2,5 milljónir dollara hvor í sinn hlut, eða tæpar 320 milljónir króna. Fyrir einn þátt.

Samkvæmt heimildum Wall Street Journal bauðst leikurunum upphaflega 1 milljón dollara fyrir þáttinn, tæplega 130 milljónir króna. Það er upphæðin sem hver leikari fékk fyrir hvern þátt í síðustu tveimur þáttaröðunum af Friends. Hins vegar tóku leikararnir ekki þessu boði, en þekkt er að þau semja öll saman um kaup og kjör.

Þættirnir um vinina sex hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu ár. Um er að ræða eina vinsælustu þætti fyrr og síðar og bíða aðdáendur með eftirvæntingu eftir endurkomu þeirra, þó aðeins sé um einn þátt að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun