Það styttist óðum í úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins. Þar munu fimm lög keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision 2020.
Daði og Gagnamagnið hafa fengið stuðning úr óvæntri átt. Lagið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og hefur breski Eurovision-sjónvarpsmaðurinn Rylan Clark-Neal meðal annars tjáð sig um lagið á Twitter. Wiwibloggs, ein stærsta Eurovision-bloggsíðan, fjallar um málið.
Daði og Gagnamagnið sendu frá sér myndband við lagið síðastliðinn föstudag og hefur það myndband fengið yfir 44 þúsund áhorf á YouTube. En það er á Twitter þar sem lagið er að slá í gegn.
Sjá einnig: Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið
Breski blaðamaðurinn Rob Holley deildi myndbandinu á Twitter og hefur það fengið yfir 250 þúsund áhorf þegar fréttin er skrifuð.
Meanwhile, in Iceland…. pic.twitter.com/YuJVzS6dDy
— Rob Holley (@robholley) February 17, 2020
Rylan Clark-Neal deildi færslu Rob og skrifaði: „Þessu gæti gengið vel.“
This could do well https://t.co/N20BpyCZTv
— Rylan Clark-Neal (@Rylan) February 18, 2020
Sjónvarpsonan og raunveruleikastjarnan India Willoughby deildi einnig myndbandinu á Twitter.
„Aflýsið Eurovision. Keppnin er búin. Ég hlustaði á þetta í allan dag. Hlýtur að vinna?“ Skrifaði hún.
Cancel #Eurovision2020 . Contest over. Played this all day! 🤣Real ear-worm. Surely the winner? pic.twitter.com/cW1ciEfNLH
— India Willoughby (@IndiaWilloughby) February 18, 2020
Myndbandið vakti einnig athygli blaðamannsins Stefan Niggemeier.
Stranger Things meets Eurovision. (Einer der Finalisten im isländischen Vorentscheid am 29.2.) https://t.co/O2bNHd2LA6
— Stefan Niggemeier (@niggi) February 18, 2020
Daði og Gagnamagnið slógu meira að segja í gegn hjá stórleikaranum Russel Crowe.
Song.
— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020
Hvað segja lesendur? Hver á að vera fulltrúi Íslands í Eurovision 2020?