fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íva Marín Adrichem er komin í úrslit í söngvakeppni RÚV og á góða möguleika á að flytja framlag Íslands til Eurovision í ár. Söngur Ívu og lagið sem hún flytur, Oculis Videre (Augu sjá), hefur vakið gífurlega hrifningu langt út fyrir raðir Eurovision-aðdáenda.

Lesendur DV fengu raunar að kynnast Ívu löngu áður en hún var orðuð við þátttöku í Eurovision. Í vor birtum við viðtal við hana þar sem margt áhugavert kom fram.

Íva fæddist blind vegna augngalla í móðurkviði. Það kom ekki í veg fyrir að hún lyki stúdentsprófi frá MH á tveimur og hálfu ári, og útskrifaðist 18 ára gömul, né að hún stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík og síðar Tónlistarskóla Garðabæjar. Íva stundar núna nám til bachelor-gráðu í einsöng í Rotterdam en hér heima lærði hún píanóleik auk söngs.

Íva á hollenskan föður en íslenska móður. Hún bjó fyrstu níu æviárin í Hollandi og talar bæði reiprennandi hollensku og íslensku. Íva segir að foreldrar hennar hafi frá unga aldri stutt hana ötullega til náms og þroska. Hún lærði mjög snemma að lesa og hefur frá unga aldri verið mikill bókaormur. Les hún aðallega hljóðbækur en er líka læs á punktaletur. Tónlist byrjaði Iva að læra þegar sem smábarn

Hún hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu fatlaðra en er ekki alltaf sammála meginstefnum í þeirri baráttu og er óhrædd við að synda á móti straumi pólitísks réttrúnaðar, hvort sem er í málefnum fatlaðra eða öðru.

Íva er 21 árs gömul en á þegar stórmerkilegt lífshlaup að baki. Þátttakan í söngvakeppninni er nýr kafli í sögu þessarar merkilegu, ungu konu.

Sjá ítarlegt viðtal við Ivu: Iva tók U-beygju í skoðunum

Sjáðu Ívu flytja Oculis Videre í spilaranum hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“