fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Fókus
Laugardaginn 15. febrúar 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni undanúrslit í Söngvakeppninni 2020 fara fram í Háskólabíói í kvöld þar sem seinni fimm lögin í keppninni í ár verða flutt.  Áhorfendur velja tvö lög áfram í úrslitakeppnina með símakosningu. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó leyfi til að hleypa einu lagi áfram til viðbótar, telji hún það eiga erindi í úrslitin. Ef það gerist verður það tilkynnt í lok útsendingar í kvöld. Það verða því annaðhvort fjögur eða fimm lög sem komast í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll 29. febrúar, en síðasta laugardag komust lögin Almyrkvi með Dimmu og Klukkan tifar með þeim Ísold og Helgu áfram.

Auk laganna sem keppa koma söngvararnir Flóni og Elín Ey fram í kvöld en þau munu bæði taka þekkt Eurovisionlög í nýjum útsetningum.

Lögin fimm sem keppa í kvöld eru:

 

GAGNAMAGNIÐ

Flytjendur: Daði og Gagnamagnið

Kosninganúmer: 900-9901

 

FELLIBYLUR

Flytjandi: Hildur Vala

Kosningamúmer: 900-9902

 

OCULIS VIDERE

Flytjandi: Iva

Kosninganúmer: 900-9903

 

EKKÓ

Flytjandi: Nína

Kosninganúmer: 900-9904

 

DREYMA

Flytjandi: Matti Matt

Kosninganúmer: 900-9905

Hægt er að hlusta á öll lögin á vefsíðunni songvakeppnin.is.

Sjónvarpað verður beint frá Háskólabíói í kvöld og hefst útsendingin kl. 19.45. Einnig verður hægt að horfa á keppnina á vefnum: https://www.ruv.is/sjonvarp/beint?channel=ruv

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?