fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Friðrik Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, læknir, tónlistarmaður og ljóðskáld er æfur úr í RÚV vegna forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Framlag Ólafs, lagið „Ég finn til sælu“ hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar og komst ekki inn í undankeppnina. Ólafur rak augun í upplýsingar sem koma fram í viðtali við söngkonuna Hildi Völu Einarsdóttur í Fréttablaðinu í dag, þess efnis að hún og eiginmaður hennar, Jón Ólafsson, hafi verið beðin um að senda lag í keppnina.

Þetta verður Ólafi tilefni til eftirfarandi hugleiðinga sem hann benti DV á:

ÖMURLEGT – Vei þér Rúv.

Rétttrúnaðurinn velur sitt fólk í „keppni fyrir sitt fólk á kostnað almennings.
Jón Ólafsson er ekki síðri í rétttrúnaðinum en tónlistinni.
Væri ekki bara nær að Rúv veldi sína frambjóðendur í „keppninaog hefði ekki annað fólk að fíflum

Í stuttu samtali við DV telur Ólafur að hér skipti máli að lagahöfundurinn Jón Ólafsson sé vinstri maður en hann sjálfur hægri sinnaður. Ólafur telur að lag hans hafi átt fullt erindi í keppnina en umfram allt er hann ósáttur við að fólk sé beðið um að senda lag inn í keppni þar sem velja á milli framlaga og dæma þau af dómnefnd.

Lag Ólafs sem hann sendi inn í keppnina má hlýða á í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“