Mynd af móður sitja við bar hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og vakið mikla reiði. Ástæðan fyrir því er barnið á myndinni, eða réttara sagt barnið sem hangir utan á barstól hennar í poka (e. carrier).
Á myndinni má sjá konuna sitja á barstól við hliðina á karlmanni og fá sér drykk. Konan virðist hafa sett pokann, sem barnið er í, aftan á stólinn. Sjáðu myndina hér að neðan.
Myndin hefur verið að vekja athygli á Reddit og fjallar News.au einnig um málið. Konan hefur verið harðlega gagnrýnd og segja sumir þetta vera hreinlega hættulegt.
Sumir hafa þó komið henni til varnar. „Börn sofa djúpum og værum svefni, ég sé ekki vandamálið. Ef barninu líður vel og hún heldur í pokann, þá er þetta bara fyndin leið til að leyfa barninu þínu að sofa,“ segir einn netverji.
Annar segir að mamman hefði bara „þurft drykk á að halda.“
Hvað segja lesendur, er þetta hættulegt?