Áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve Mogensson og íþróttakonan Edda Falak hafa verið að stinga saman nefjum undanfarið. Við ákváðum að skoða hvernig þetta glænýja par á saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Brynjólfur, betur þekktur sem Binni, er Ljón og Edda er Bogmaður. Þessi merki eiga margt sameiginlegt og er pörun þeirra sérstaklega orkumikil og skemmtileg.
Bogmaðurinn heillast að geislandi sjálfsöryggi Ljónsins og hefur dálæti af hversu stutt er í dramatíkina hjá elsku Ljóninu. Bogmaðurinn er meiri heimspekingur og byrjar oft áhugaverð samtöl og fær Ljónið til að hugsa um lífið og tilveruna.
Ljónið og Bogmaðurinn eru bæði bjartsýn, gjafmild, áhyggjulaus og full af eldmóði. Þau eru bæði gædd persónutöfrum og spennufíklar. En þau geta einnig bæði verið óþolinmóð og geðvond.
Það hættulegasta við þessa pörun er hrottafengin hreinskilni Bogmannsins, hann á það til að segja sína skoðun, sama þó hún særi.
Ljón
17. ágúst 1989
Bogmaður
14. desember 1991