Hér eru börn þekktra Íslendinga sem komu í heiminn á árinu.
CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist dóttur 10. ágúst með unnusta sínum og CrossFit-kappanum Frederik Aeigidius. Stúlkan fékk nafnið Freyja Mist Aeigidius.
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson eignuðust dreng 26. september síðastliðinn. Drengurinn fékk nafnið Stormur Magni Hafþórsson. Nýlega hitti litla fjölskyldan aðra litla fjölskyldu, þau Annie Mist, Frederik og Freyju Mist, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr og unnusti hennar Ingimar Elíasson eignuðust son þann 13. janúar. Drengurinn fékk nafnið Elías Dagur Ingimarsson.
Dansparið Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev eignuðust stúlku í byrjun árs, þann 6. janúar. Stúlkan hefði átt að koma í lok árs 2019, en Hanna Rún var gengin rúmlega tvær vikur yfir settan dag. Stúlkan fékk nafnið Kíra Sif Bazev og vakti skírnarveislan mikla athygli fyrir að vera sérstaklega glæsileg og með glimmerþema.
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir buðu sitt þriðja barn velkomið í heiminn 1. október. Fyrir áttu þau tvo syni, þá Óliver og Tristan. Þau vissu ekki kynið fyrir fæðingu og var þetta drengur, hann fékk nafnið Alexander Malmquist Aronsson.
Dagskrárgerðarkonan Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson eignuðust dreng í byrjun árs, þann 2. janúar. Það er því ansi stutt í fyrsta afmælið. Drengurinn fékk nafnið Jakob Örn og var skírður á 17. júní, afmælisdegi móður sinnar.
Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson eignuðust son þann 13. júní. Þetta var fyrsta barn parsins og fékk hann nafnið Arnaldur Snær Guðmundsson.
Þuríður Blær er leikkona og meðlimur rappsveitarinnar Daughters of Reykjavík. Hún hefur verið að slá í gegn í vinsælu þáttunum Ráðherran undanfarna mánuði. Guðmundur er vinsæll spunaleikari sem hefur verið að gera það gott með Improv Ísland. Hann er einnig sonur leikarans Felix Bergssonar.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 6. maí síðastliðinn. Skúli er fyrrverandi forstjóri WOW air og Gríma er innanhúshönnuður. Sonurinn fékk nafnið Jaki Mogensen.
Jakob Birgisson grínisti og Sólveig Einarsdóttir hagfræðingur eignuðust dóttur í nóvember sem fékk nafnið Herdís.
Jakob hefur slegið í gegn í skemmtanabransanum um árabil með uppistandi sínu, Meistari Jakob. Hann var einnig einn af höfundum Áramótaskaupsins í fyrra.
Arnór Dan Arnarsson, söngvari Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir eignuðust dóttur þann 17. október síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Hanna Lillý Arnórsdóttir.
Knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir eignuðust son þann 16. október síðastliðinn. Rétt rúmu ári áður eignuðust þau annan son, og er því óhætt að segja að það sé fjör á heimilinu.
Fyrrverandi fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson eignuðust dreng þann 23. október síðastliðinn. Þau eiga fyrir eina dóttur, Kolbrúnu Önnu.
Söngvarinn Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar. Stúlkan fékk nafnið Ásta Bertha Bergmann.
Landsliðskappinn Hörður Björgvin Magnússon og Móeiður Lárusdóttur eignuðust sitt fyrsta barn í maí, hana Matteuy Móu Harðardóttur.
Fjölskylda leikarans Steinþórs Hróa Steinþórsson og Sigrúnar Sigurðardóttur stækkaði í maí. Þau buðu sína aðra dóttur velkomna í heiminn, hana Matthildi Yrsu.