fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið – Þórólfur kveður 2020 í söng

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 31. desember 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir og maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, virðist ætla að enda árið 2020 í söng. Hann og hljómsveitin Vinir og vandamenn gáfu nefnilega út lagið 2 0 2 0 Drífðu þig út!, í gær.

Líkt og titill lagsins gefur til kynna er um að ræða kveðjusöng fyrir árið sem nú er að líða. Eins og margir hafa Vinir og vandamenn verið orðnir svolítið þreyttir á árinu 2020, og biðja um að fá nýtt ár sem fyrst.

Leifur Geir Hafsteinsson er skráður fyrir lagi og texta. Stórstjarna sveitarinnar er þó óumdeilanlega Þórólfur, enda eitt helsta andlit baráttunnar við heimsfaraldur kórónaveirunnar hér á landi. Hann á stuttan einsöngsbút í laginu, þar sem hann syngur: „Já ég hef elst um meira en fimmtán ár!“ og vísar þar til þess að það hefur verið nóg að gera á árinu.

Hér má svo hlusta á lagið:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“