Það er búið að vera „trend“ í gangi á samfélagsmiðlum, þar sem stjörnur og áhrifavaldar gefa aðdáendum sínum tækifæri til að biðja um ákveðnar myndir. Til dæmis mynd af manneskjunni gera eitthvað ákveðið, mynd af henni frá einhverjum tímapunkti í lífi þeirra og svo framvegis. Íslenskir áhrifavaldar eins og Manuela Ósk hafa tekið þátt í trendinu.
Halsey ákvað að taka þátt og bað einn aðdáandi hennar um mynd af henni þar sem henni leið sem verst. Halsey birti mynd frá því að hún var að glíma við átröskun og á myndinni er hún ber að ofan og stendur á hlið.
Með myndinni skrifaði hún: „TW: ED, ask for help“. TW stendur fyrir „trigger warning“ og ED stendur fyrir „eating disorder“.
Myndbirtingin var harðlega gagnrýnd og eyddi Halsey myndinni. Hún var þá helst gagnrýnd fyrir að birta myndina án þess að vara almennilega við henni fyrst. Netverjar voru ósáttir að hún hafi ekki sett TW á undan myndinni, heldur með myndinni. Þar af leiðandi gat fólk ekki valið um að sleppa við að sjá myndina. Svona myndir geta verið „triggerandi“ fyrir fólk sem glímir við átröskun eða er í bata frá átröskun.
Halsey baðst afsökunar í gær og sagðist ekki hafa ætlað sér neitt illt með myndbirtingunni.
„Ég var mjög kvíðin að birta myndina og ég hugsaði þetta ekki út til enda. Ég meinti vel. Ég myndi aldrei vilja særa einhvern sem glímir við það sama og ég,“ sagði hún.
TW: disordered eating
I am very sorry for posting a photo of myself depicting my struggle with ED without a sufficient trigger warning. I was very nervous to post it and didn’t think properly. I had positive intentions. I would never want to harm someone who shares my struggle.
— h (@halsey) December 28, 2020
Halsey sagðist ætla að taka sér pásu frá samfélagsmiðlum til vinna úr þessu.
„Þetta er orðið að einhverju sem ég get ekki ráðið við, andlega, og ég ætla að taka mér pásu. Ég vona að það sé í lagi.“