Fyrr í dag lenti flugvél hér á Íslandi. Það er að vísu ekki til frásögu færandi að flugvél hafi lent hér á landi en farmur þessarar flugvélar sem um ræðir er það hins vegar.
Flugvélin kom nefnilega með tvo litla kassa, báðir stútfullir af bóluefni frá Pfizer og BioNTech. 10 þúsund skammtar af bóluefni eru í þessum tveimur kössum en það dugar til að bólusetja 5 þúsund manns gegn kórónuveirunni.
Koma bóluefnisins vakti að sjálfsögðu mikla athygli og voru netverjar fljótir að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar höfðu margir áhyggjur af því að bóluefnið væri ekki sett beint í kæli til að koma í veg fyrir að það skemmist. Þá fannst mörgum þessir tveir litlu kassar ekki ýkja tilkomumiklir.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja um komu bóluefnisins á Twitter:
Ótrúlegt að þessir fyrstu skammtar af bóluefninu hafi ekki á einhvern ótrúlegan hátt dottið á jörðina, kassarnir opnast og efnið allt lekið niður um nærliggjandi niðurfall, svona miðað við árið 2020.
— Oddur Ævar (@odduraevar) December 28, 2020
Þarf ekki að koma þessu bóluefni í kæli?
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) December 28, 2020
Var ekki hægt að setja þetta í tilkomumeiri umbúðir? Og tveir kassar? Ætlar Jesús að sprauta? pic.twitter.com/pnHhw2bgPT
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) December 28, 2020
Plís hendið þessu bóluefni inn í frysti svo það skemmist ekki meðan allir halda ræður og gefa blóm. Það skemmist í stofuhita. pic.twitter.com/5n4dnwoa1v
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 28, 2020
Það eina sem ég hugsaði um á meðan þessu stóð. Afskaplega óþægilegt að fylgjast með þessum kössum þarna.
— Geir Finnsson (@geirfinns) December 28, 2020
Happy to see the first batch of #Covid19 vaccines arrive in Iceland, well received by our Minister of Health this morning. #Vaccinations about to commence here as elsewhere in Europe. An impressive testimony to the important role of science and knowledge in human progress! pic.twitter.com/fHF4nvUN8k
— President of Iceland (@PresidentISL) December 28, 2020
Þetta eru tveir pappakassar 😅
— arnorbogason.forritið.is (@arnorb) December 28, 2020
Virkilega skemmtilegt verkefni sem ég fékk að hanna og innrétta lagerhúsnæði Distica og sjá um alla framstillingu á bóluefnu, míkrófónstand og sprittbrúsa. Krefjandi verkefni en gekk svona vel. pic.twitter.com/dUzBqlX7N4
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 28, 2020
Klukkan hvað sprautar Sólrún Díegó Gæa og Enska með bóluefninu?
— Árni Helgason (@arnih) December 28, 2020
Ég vil bara að einhver horfi á mig eins og þessu kona horfir á bóluefni pic.twitter.com/mbIvsTl93g
— gunnare (@gunnare) December 28, 2020
Þessir tveir kassar eru svo mikið að fara að lenda í Jimmy Kimmel eða James Corden.
"Definition of a small nation: two moving boxes represent the entire amount of vaccine. Added bonus, press conference took place at Four Seasons Total Landscaping."
— Björn Teitsson (@bjornteits) December 28, 2020
Finnið fimm villur. pic.twitter.com/5y6BA3oFgD
— Árni Torfason (@arnitorfa) December 28, 2020
Hvað er þetta? Bóluefni fyrir maura? pic.twitter.com/7jUpQwkgUA
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 28, 2020
Nú á Pósturinn bara eftir að koma bóluefninu til þess er pantaði.
Það ætti ekki að taka langan tíma….
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) December 28, 2020
Þórólfur er eins og stoltur faðir við útskrift pic.twitter.com/HT5DVHii2D
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 28, 2020
Ég skil ekki af hverju fólk segist þurfa þetta bóluefni á meðan ZinZino og Herbalife hafa verið til í mörg ár
— Siffi (@SiffiG) December 28, 2020
Hárnákvæm tímasetning hjá sendlinum. Á slaginu!
— Jón Ævar (@palmason) December 28, 2020
Ég þegar pósturinn kemur með loks sendinguna sem ég er búin að bíða eftir í þrjár vikur: pic.twitter.com/wxFs4FlFGt
— María Björk (@baragrin) December 28, 2020
Fær Bjarni Ben ekki fyrstu sprautuna?
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) December 28, 2020
Frábært að við höfum náð að tryggja okkur tvær Playstation 5 tölvur fyrir áramót. Núna er bara að halda út. pic.twitter.com/APJjsQwitv
— Rúinn Trausti (@Traustisig) December 28, 2020
Tekið á móti bóluefninu í Four season total landscaping pic.twitter.com/cggUiF99UO
— Maggi Tóka (@MaggiToka) December 28, 2020
Konur eru í áberandi hlutverkum meðal þeirra sem stýra bóluefnisdreifingunni. pic.twitter.com/m81SzqxMGI
— Andres Jonsson (@andresjons) December 28, 2020
Þórólfur að opna kassana eftir alla þessa mánuði pic.twitter.com/hRI5vwRILl
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 28, 2020
Mér finnst Edda Björgvins ætti að vera viðstödd allar bólusetningar svona til að létta á stemningunni. pic.twitter.com/TDHpGz095K
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) December 28, 2020
— Kristján Gauti (@kristjangauti) December 28, 2020
Jújú flottur áfangi að geta loksins bólusett 5k manns en almáttugur cringe factorinn yfir myndum og fréttum af þessu
— Haukur Heiðar (@haukurh) December 28, 2020
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 28, 2020
Ég fékk tvo kassa af einhverjum lyfjaglösum í staðinn fyrir ps5 sem ég pantaði. Nú fær einhver að heyra það hjá póstinum.
— gunnare (@gunnare) December 28, 2020
Ég að spyrja Þórólf hvort ég megi fá pic.twitter.com/PgUKBRw5Yz
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) December 28, 2020
Til hamingju með daginn Íslendingar. Bóluefnið er komið til landsins. Minni á að ekki hefur verið sýnt fram á enn þá að bólusettir geti ekki borið smit. Bólusettir þurfa því enn að viðhafa sóttvarnir af virðingu við aðra.
— Jóhanna Jakobsdóttir, PhD (@jjakobsdottir) December 28, 2020