fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Þekktir Íslendingar deila hverju þau myndu gefa „mótherjum“ sínum í jólagjöf – Gormar undir skó og tvöfaldur vodki í kók

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. desember 2020 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru hátíð ljóss og friðar sem þýðir að þeir sem að jafnaði eru mótherjar geta slíðrað sverðin um stund og tekist í hendur. DV leitaði til nokkurra aðila sem að jafnaði teljast mótherjar – eða sem DV gat ímyndað sér að væru mótherjar og spurði þá hvað þeir gætu hugsað sér að gefa mótherja sínum í jólagjöf.

Bæjarstjórarnir

Löngum hefur sú saga gengið manna á milli að það andi köldu á milli sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss. Því hafði DV samband við bæjarstjórana. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hrakti þó flökkusöguna og sagði sveitarfélögin mikla samherja

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. 

„Helst af öllu vildi ég gefa honum eins og tvo milljarða í uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn til að skapa höfninni þann sess sem henni ber, sem inn- og útflutningshöfn og þannig að betur megi taka á móti farþegaskipum.”

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. 

„Ef ég ætti að gefa Gísla Halldóri vini mínum jólagjöf þá myndi ég kaupa handa honum ævisögu Einars Ben. sem lauk sínu magnaða lífi, saddur lífdaga, í Herdísarvík hér í Ölfusi.Ég myndi síðan fá sameiginlegan vin okkar, Gunnar Egilsson oddvita minnihlutans í Árborg, til að fara í jólasveinabúning og færa Gísla gjöfina. Við það tækifæri myndi hann leiklesa ljóðið „Brim“ með þeim hætti sem hann einn getur.“

Lögregluþjónarnir

Þó svo að Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra séu nú álitnir samherjar þá taldi DV sig vita betur. Rögnvaldur væri örugglega að reyna að steypa Víði af stóli og taka stöðu hans í þríeykinu. Þeir voru alveg til í að taka þátt í gríninu.

Rögnvaldur Ólafssson

„Ég gæfi honum líklega „kósígalla“, gott teppi og góðan kakóbolla svo hann geti vanist því enn betur að horfa á mig í sjónvarpinu á upplýsingafundum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis, með Þórólfi og Ölmu.”

Víðir Reynisson

„Ég myndi gefa honum flíspeysu því hann á bara stutterma lögguskyrtur og það er svo kalt í fjölmiðlaaðstöðunni. Síðan myndi ég bæta við fallegri húfu því hárið gæti farið að þynnast við allar hárreytingarnar af álagi.”

Bíó-arnir

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, og Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, eru í samkeppni þó svo að framboð kvikmyndahúsanna sé ólíkt.

Hrönn Sveinsdóttir

„Ég myndi vilja sjá til þess að Árni vinur minn hefði það örugglega toppnæs yfir hátíðarnar og myndi því gefa honum fótanuddtæki sem er líka hægt að poppa í, allt Bad Boys safnið eins og það leggur sig á Blu-ray og kippu af pepsí max.”

Árni Samúelsson

Ekki fengust svör frá Árna áður en blaðið fór í prent. En reikna má fastlega með að Árni geri vel við Hrönn og færi henni gjafabréf fyrir tvo í V.I.P salinn í Álfabakka og stóran popp.

Borgarstjórnin

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, eru engin skoðanasystkin. Vigdís er í minnihluta borgarstjórnar og hefur verið dugleg að láta í sér heyra þegar borgarstjórn gerir eitthvað sem hún er ósammála. Eins hefur Dagur ósjaldan látið í ljós skoðanir sínar á minnihlutanum.

Dagur B. Eggertsson

„Ég myndi gefa Vigdísi frí og risastóran konfektkassa.“

Vigdís Hauksdóttir

„Ég ætla að gefa Degi B. Eggertssyni mjög mikilvæga gjöf f yrir hann og gjöfin er friður frá mér yfir jólahátíðina.”

Gosarnir

Það eru líklega fá fyrirtæki í jafn stífri samkeppni og Ölgerð Egils Skallagrímssonar og kókframleiðandinn CCEP (áður Vífilfell). Fyrirtækin hafa meira að segja skipt þjóðinni í tvo hópa – þá sem drekka kók og þá sem drekka pepsí.

Einar Magnússon, forstjóri CCEP

„Ég get ekki hugsað mér að nokkur maður fari í gegnum jólin án CocaCola, ég myndi gefa honum nokkrar klassískar og nokkrar án sykurs. Svo hefði hann örugglega gaman af því líka að smakka vinsælasta íslenska jólabjórinn, Víking.“

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

„Til þess að hann og fjölskylda hans eigi fullkomin jól myndi ég gefa honum kassa af sykurskertu Malti og Appelsíni enda er það að verða uppselt. Það eru engin jól án Egils Malts og Appelsíns.”

Borgararnir

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafa tekist á árið 2020. Dóra Björt hefur krafið Eyþór um að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherja á meðan Eyþór hefur sakað Dóru Björt um þráhyggju og samsæriskenningar.

Eyþór Arnalds

„Það væri ekki úr vegi að gefa Dóru Björt Frelsið eftir John Stuart Mill í jólagjöf. Enda eru hugmyndir hennar um að borgin eigi að reka malbikunarstöð til að tryggja samkeppni álíka skynsamlegar og að borgin reki sjálf matvörubúðir í hverfum borgarinnar fyrir skattfé. Frelsið er verðmætt og Frelsið er góð og holl jólalesning fyrir Dóru. Minni afskipti og lægri skattar auka frelsi fólksins í borginni.”

Dóra Björt Guðjónsdóttir

„Mér finnst bestu jólagjafirnar vera eitthvað sem sá sem gefur hefur uppgötvað að viðkomandi vanti, jafnvel án þess að viðkomandi geri sér grein fyrir því. Móðir mín er til dæmis mjög lagin við þetta og heldur lista yfir mögulegar gjafir allt árið. Í þessum anda með gjafmildina alltumlykjandi myndi ég vilja gefa Eyþóri vel bruggaðan sannleiksseyð svo hann komi loks hreint fram með þetta ókeypis lán og hvort hann sé í vasanum á Samherja sem ég hef enn ekki fengið nein almennileg svör við. Enginn á svo að fara inn í hátíðina án góðs lesefnis svo ég myndi bæta við Jólasögu Dickens um Ebenezer Scrooge sem fékk þrjá drauga í heimsókn – enda mikið að læra af þeirri sögu.“

Þingmennirnir

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, eru sjaldan sammála í stjórnmálum enda annað þeirra í sitjandi meirihluta og hitt í stjórnarandstöðunni.

Helga Vala Helgadóttir, 

„Ég gef Brynjari vini mínum það tvennt sem hann ann mest, fyrir utan Fríðu, eiginkonu sína; tvöfaldan vodka í kók og Árskort Vals – gullslegið.”

Brynjar Níelsson

„Ég myndi gefa henni tvær litlar gjafir. Annars vegar gorma undir skóna svo hún geti stokkið hærra á vinsældavagninn og hins vegar bókina Frelsið eftir John Stuart Mill.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“