fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Svona þrífur þú vifturnar á heimilinu – Ekkert vesen og viftan eins og ný

Fókus
Sunnudaginn 20. desember 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viftur inni á heimilum eiga það til að safna að sér ansi miklu ryki og drullu á skömmum tíma og þá sérstaklega viftur fyrir ofan eldavélar. Það er alveg einstaklega leiðinlegt að þrífa viftur sem bæði hafa mikla olíu og ryk á sér þar sem saman mynda þessi efni hálfgert klístur sem ómögulegt er að ná af.

Vifturnar eru yfirleitt líka með mörgum pínu litlum loftgötum sem erfitt er að komast á milli nema með örlitlum bursta og tekur það allt of langan tíma. Kona ein sem var orðin leið á því að þrífa viftuna á heimilinu kom með gott ráð á hópnum „Mums Who Clean“.

Byrjaði hún á því að leggja lokið á viftunni ofan í sjóðandi vatn í smá stund. Eftir það lét hún viftuna ofan í vaskinn ásamt tveimur uppþvottavélatöflum á sitthvora hlið viftunnar, þá lét hún renna heitt vatn ofan í og leyfði viftunni að liggja í hálftíma. Eftir það var nánast öll fita og drulla farin af nema örfáir blettir sem hún nuddaði auðveldlega af með uppþvottabursta.

Sagði konan að eftir að hún prófaði þetta einfalda ráð hafi viftan litið út eins og ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?