fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

Lára Clausen varð fyrir barðinu á tölvuþrjóti – „Þetta er pínu eins og að missa allt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. desember 2020 10:02

Lára Clausen. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Lára Clausen lenti í því óhappi á dögunum að tölvuþrjótur tók yfir Instagram-aðgang hennar. Hún starfar í dag við  samfélagsmiðla og segir í samtali við DV að þetta sé mikill missir.
Lára varð heimsfræg í september fyrir að fara í heimsókn á hótelherbergi ensku landsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood með frænku sinni, Nadíu Sif Líndal.

Pínu eins og að missa allt

Lára lýsir aðdraganda málsins „Ég fékk skilaboð á Instagram, þar kom fram að ég hafi brotið reglur miðilsins með IGTV myndbandinu mínu og aðganginum mínum yrði eytt eftir 48 tíma, ég átti að smella á einhvern link og skrifa nafnið mitt, annars yrði honum eytt. Ég fór inn á þennan link og skrifaði nafnið mitt, eftir það liðu aðeins örfáar sekúndur þar til netfanginu mínu og símanúmerinu mínu var breytt á Instagram,“ segir hún.

Lára var komin með 30 þúsund fylgjendur og var áhrifavaldastarfið farið að gefa vel af sér eftir markvissa uppbyggingu síðustu mánaða.

„Þetta er ömurlegt, þetta er pínu eins og að missa allt. Um leið og ég fékk nýjan aðgang þurfti ég að senda á samstarfsaðila, og einhvern veginn allt sem ég geri yfir daginn geri ég á Instagram. Þar er ég með alla tengiaðila.  Ég vissi bara ekki hvert ég átti að snúa mér eftir að ég var hökkuð. Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja,“ segir hún. Lára endaði með að stofna nýjan Instagram-aðgang en heldur í vonina að ná þeim gamla aftur.

Lára Clausen. Aðsend mynd.

Gagnrýnd

Eftir að Lára stofnaði nýjan aðgang þá hefur hún fengið fjölda skilaboða þar sem hún er gagnrýnd vegna þess að hún „vann sér ekki inn“ fyrir fylgjendum sínum. Eftir að Lára rataði í fréttir um allan heim stækkaði fylgjendahópur hennar mjög ört.

„Í stuttu máli er fólk að segja að ég vann ekki fyrir þessum fylgjendum og hafi ekki rétt á því að væla yfir því að þeir séu farnir. Í raun að þeir komu eins fljótt og þeir fóru, fylgjendahópurinn kom á tveimur dögum og ég missti hann á svipuðum tíma. Ég er að fá skilaboð þar sem mér er sagt að ég hafi ekki rétt á að „væla yfir þessu“ því ég hef ekki verið að byggja upp fylgjendahópinn yfir einhvern tíma, og er því ekki að „missa neitt.“ Sem mér finnst fáránlegt. Alveg sama hvort þeir komu hratt eða fóru, á sama tíma var þetta orðin vinnan mín. Ég var að gera eitthvað gott úr aðstæðum sem voru ekki beint góðar. Það er ekkert gott að láta allan heiminn vita af sér og vera gagnrýndur af öllum heiminum og fréttir af þér um allan heim. Það eina góða í þessu var að maður fékk einhver tækifæri á Instagram. Það er alveg jafn svekkjandi fyrir mig að missa þetta og alla aðra, finnst mér,“ segir hún.

Lára Clausen. Aðsend mynd.

Stuðningurinn farinn

Eftir að öll athygli beindist að Láru og Nadíu eftir heimsókn þeirra á Hótel Sögu fékk Lára mikinn stuðning í gegnum Instagram. Þetta hefur verið erfitt ár og hún hefur nú misst þennan stuðning.

„Öll fallegu skilaboðin sem ég fékk komu í gegnum Instagram. Þar fékk ég stuðning frá fólki sem var að hvetja mig áfram,“ segir hún.

„Ég fæ ennþá skilaboð og símtöl um atvikið. Þetta er ekkert hætt eins og margir myndu halda, þó þetta sé ekki endalaust í fréttum. Það er fullt af fólki sem sendir ennþá skilaboð,“ segir hún og bætir við að skilaboðin hafi verið mestmegnis jákvæð en hún hafi einnig fengið mikið af spurningum um atvikið.

Lára segir að það hafi ekki allt komið fram hvað gerðist kvöldið örlagaríka og það mun aldrei allt koma fram. „Ég ætla ekkert að ljúga, það fer ekkert allt í fjölmiðla. Við gerðum bara það sem við töldum vera rétt. Það var mjög mikið áreiti um leið og við vorum búnar að lenda í þessu, síminn hætti ekki. Þannig við ákváðum að segja okkar hlið og þá væri hún bara komin út og ekkert til að fela, en það fóru ekkert öll smáatriði í blöðin. Sagan rétt kom út. Við vorum ekkert að mjólka þetta meira en þurfti,“ segir Lára og vísar í þá gagnrýni sem hún hefur fengið um að hún og Nadía hafa verið að „mjólka“ aðstæður.

Lára Clausen. Aðsend mynd.

Meira í hana spunnið

Lára segir að það er meira í hana spunnið en að hún hafi farið á hótelherbergi með fótboltastrákum.

„Eftir að maður lendir í svona þá horfir fólk á mann eins og þetta sért bara þú. Það er ekki alveg þannig. Mig langar oft að tala um eitthvað annað en Mason og Phil, ég vissi ekki einu sinni hverjir þeir voru og ég veit ekkert meira um þá nema ég veit að þeir eru heimsfrægir. Mér finnst ekkert gaman að tala um fótbolta eftir að ég lenti í þessu. Fólk býst við því að mér finnist geðveikt gaman að tala um fótbolta, geðveikt gaman að tala um að Phil sé að ganga vel eða Mason sé að ganga illa. Þannig séð er mér sama, ég samgleðst Phil og finn til með Mason, en „that‘s it“. Og eina ástæðan að ég veit þetta er að fólk lætur mig endalaust vita,“ segir Lára.

Eins og hefur áður komið fram þá hafði Lára ekki hugmynd um hverjir Mason Greenwood og Phil Foden voru, hún vissi að þeir spiluðu með enska landsliðinu en ekki hversu frægir þeir voru.

„Þegar við vorum með þeim þá var ég bara: Ææ þetta eru bara tveir strákar. Þeir voru ekkert að haga sér eins og fullorðnir frægir fótboltamenn, heldur bara eitthvað hlaupandi um ganginn. Ég var ekkert að hugsa: Guð það má ekki setja þetta í Story,“ segir hún.

„Líka þessir strákar eru jafngamlir okkur. Eins og það að þeir ættu einhver börn eða kærustur, það var ekki að fara í gegnum hausinn á mér.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @laracclausenn

Staðan núna

Lára óskar eftir aðstoð til að ná gamla aðganginum sínum aftur á Instagram. „Ég þarf að finna einhvern tölvusnilling til að hjálpa mér,“ segir Lára. „Ég komst inn á Instagram í gegnum tölvupóstinn minn með því að breyta lykilorðinu mínu, en fylgjendurnir mínir sjást ekki, ég sé þá bara. Ég veit ekkert hvernig ég á að laga þetta en er að leita að einhverjum til að hjálpa mér.“

Ef einhver telur sig geta hjálpað Láru þá má viðkomandi endilega hafa samband við hana á nýja Instagram-aðganginum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Í gær

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Í gær

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Í gær

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

„Tölurnar sýna að húmor virkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“