Það er fullkomlega eðlilegt að þyngjast og hvað þá í miðjum faraldri eins og þessum sem við glímum við núna.
Chloe Xandria vildi hvetja konur til að elska líkamann sem kom þeim í gegnum heimsfaraldur og segja þeim að þær eiga ekki að fá samviskubit eða skammast sín fyrir að þyngjast í kórónuveirufaraldrinum. Hún deildi myndbandi á TikTok og sýndi hvernig líkami hennar hefur breyst frá janúar til desember.
@chloe_xandria#normalizenormalbodies #bodypositive #bodypositivity #normalizeallbodies #MakeItMagical♬ 2020 glow up – Katie Clark
Chloe hefur áður glímt við átröskun og ákvað að sýna stolt frá þyngdaraukningu sinni og efla jákvæða líkamsímynd.
Myndbandið hefur fengið um tólf milljón áhorf og yfir tvær milljónir af „like-um“
Chloe fékk mikið af jákvæðum viðbrögðum, en því miður fékk hún líka yfir sig holskeflu af neikvæðum ummælum.
@chloe_xandria#normalizenormalbodies #bodypositive #bodypositivity♬ original sound – Chloe_xandria
Hún endaði með að loka fyrir ummæli þegar hún var byrjuð að fá morðhótanir.
„Ég hef fengið margar morðhótanir fyrir að deila myndbandinu, ég hef líka fengið ljót skilaboð um mig og fjölskyldu mína,“ segir hún í öðru myndbandi
Hún þakkar fyrir stuðninginn og segist ætla að halda áfram að hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar.
@chloe_xandria#duet with @chloe_xandria #normalizenormalbodies #bodypositive #bodypositivity♬ 2020 glow up – Katie Clark