fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Mynd sem tekin var í Reykjavík vekur mikla athygli – „Ég ætla ekki til Íslands“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd nokkur af Hallgrímskirkju hefur vakið afar mikla athygli á samfélagsmiðlinum Reddit undanfarna daga. Myndin sem um er að ræða var birt á vefsvæði innan samfélagsmiðilsins sem kallast „Next Fucking Level“ en tæplega 3 og hálf milljón manna eru áskrifendur að svæðinu. Ljós­mynd­ar­inn Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son tók myndina í janúar og birti hana á Instagram-síðu sinni.

„Ég fæ svona Ásgarðs-fíling frá þessari kirkju á Íslandi,“ skrifar notandinn sem birtir myndina. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 115 þúsund manns gefið myndinni jákvætt atkvæði, eins konar „like“ á Reddit. Þá hefur myndin fengið yfir 1.100 athugasemdir.

Í athugasemdunum er margt rætt. Til dæmis spjalla nokkrir um innanhúsarkitektúrinn á kirkjunni. „Hún er nokkurn veginn eins venjuleg og hægt er að ímynda sér að innan,“ segir einn sem virðist ekki vera ansi hrifinn af því sem sjá má innan veggja kirkjunnar.

Þá bendir einn á að það sé einmitt málið með brútalíska byggingarstílinn sem mótmælendakirkjur nota oftast, einfeldnin er meiri, ólíkt því sem tíðkast  í kaþólskum kirkjum í Evrópu.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna og myndina sem um ræðir:

I am getting the Asgard vibes from this Church in Iceland. from nextfuckinglevel

„Ég ætla ekki til Íslands nema ég verði viðbjóðslega ríkur“

Þá tala fleiri um heimsóknir sínar til Reykjavíkur. Einn segist hafa farið á kaffihús rétt hjá Hallgrímskirkju þar sem hann fékk sér gott kaffi og góða beyglu. „Mæli með,“ sagði hann. „Það hljómar eins og 30 dollara máltíð í Reykjavík,“ sagði þá annar og fleiri tóku í sama streng. „Hvað? Finnst ykkur ekki gaman að borga 40 dollara fyrir pizzu frá Domino’s?“ spurði einn. „Já eða 65 dollara fyrir smá romm?“

Svo virðist vera sem fólkið í athugasemdunum hafi allt haft sömu söguna að segja frá ferðum sínum til Íslands, það var allt svo óskaplega dýrt. „Ég borgaði 40 dollara fyrir hamborgara og bjór,“ sagði einn. „Nú veit ég að ég ætla ekki til Íslands nema ég verði viðbjóðslega ríkur,“ sagði annar.

Þá bendir einn á að það sé alveg hægt að ferðast um Íslands með lítið í veskinu. Mikilvægt sé bara að borða ekki í miðbænum, versla mat í lágvöruverslunum og borða nóg af „ljúffengum“ pylsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“