fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

„Markvissar rassasleikingar“: Börkur nefnir tíu leiðir til að ná árangri um jólin – „Fordæmdu fólk sem hegðar sér eins og þú“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 19:00

Börkur Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Gunnarsson, rithöfundur, blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður, gaf út bókina Frásaga Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi fyrir komandi jól. Bókin fjallar um blaðamann hjá Morgunblaðinu. Líklega byggir bókin að miklu leiti á eigin upplifunum Börks, sem starfaði sjálfur lengi á Morgunblaðinu. Þess má til að mynda geta að í bókinni koma fram persónur sem bera nöfn raunverulegra blaðamanna Morgunblaðsins og hafa fyrrum samstarfsmenn Barkar sagst þekkja sig í frásögnum hans.

Líkt og nafnið gefur til kynna þá hefur Börkur skoðanir á því hvernig fólk eigi að haga starfsferli og einkalífi sínu. DV spurði hann um tíu leiðir til að ná árangri um jólin. Börkur átti ekki í miklum vandræðum með það að svara því, þó að svörin falli ekki endilega undir hefðbundnar sjálfshjálparráðleggingar. Byggir hann svörin á sögupersónu sinni og lífsviðhorfum hans.

  1. Lykillinn að góðu sambandi er að vera ekki einlægur og alls ekki maður sjálfur. Við erum öll svo misheppnaðar útgáfur af manneskju að það er ekki á borð berandi.

  1. Maður á aldrei að vaska upp nema maki manns sé á staðnum svo hann sjái þig gera það. Ef að tré fellur í skógi og enginn sér það falla þá gerðist það ekki.

  1. Það er mikilvægara að virðast vinnusamur en að vera það.Þessvegnaá maður aldrei að vera að vinna nema einhver sé að horfa á mann vinna. Vertu mög virkur í öllum leiðinlegum jólaleikjum á Teams í vinnunni og sendu haug af meiningarlausum brosköllum með jólasveinahúfu.

  1. Það er hræðileg eyðsla á orku á vinnustað að vera að sleikja alla upp og oflofa. Maður á að vera með markvissar rassasleikingar og aðeins við þá sem eru líklegir til að ýta undir með manni og geta komið manni í stöðu þar sem maður þarf eiginlega ekki að gera neitt annað yfir vinnudaginn en að oflofa rétta fólkið.

  1. Þegar maki þinn fer að setja viðskiptabann á hin ýmsu fyrirtæki þá skaltu bara hlýða. Þú getur síðan borðað á þig gat af bönnuðum matvörum eins og svínakjöti,smarties,KFC mat og alles þegar maki þinn sér ekki til.

  1. Ekki láta draga þig út í deilur um hvort þú hafir drukkið of mikið eða ekki eftirhittingá Þorláksmessu með strákunum. Ljúgðu bara strax að þú hafir ekki drukkið dropa. Þessi nýi rakspíri lykti bara eins og viskí.

  1. Fordæmdu fólk sem hegðar sér eins og þú. Ef þú sýnir fyrirlitningu þína á slíku fólki þá er aldrei að vita nema maki þinn bara sjái ekki hvernig þú hagar þér.

  1. Gefðu alltaf jólagjafir sem eru ódýrari en þær sem þú færð. Komdu jólabakstrinum yfir á maka þinn með loforði um að þú munir sjá um allt á næsta ári. Það er seinni tíma vandamál hvernig þú ferð að því að svíkja það loforð.

  1. Haltu þig í kringum gáfað og árangursríkt fólk. Þá halda aðrir að þú sért það. En ekki vera svo mikið með þeim að þú þurfir að tala lengi við það. Að eiga í samræðum við þetta fólk getur verið algjörlega óskiljanlegt enda er þetta yfirleitt lið sem er alltaf að lesa einhverjar bækur og það er ekki hægt að skilja það sem það segir.

  1. Fagnaðu sérhverjum árangri í einkalífi og starfi af krafti og auglýstu hann. Sérstaklega ef framgangur þinn er óverðskuldaður. Minnstu bara á afrek þín og fjölskyldunnar, konu og barna í jólakortum – og sendu þau áFacebook. Hitt kostar of mikið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“