fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Bækur sem auka sjálfstraust barna

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 16. desember 2020 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í jólabókaflóðinu í ár er fjöldinn allur af góðum kostum í jólapakkann. Hér gefur að líta brot þeirra góðu barnabóka sem út koma, en þessar bækur þykja sérstaklega til þess fallnar að ljá börnum hugrekki og kynda undir kraftinum sem býr í þeim öllum.

Bækur eru sígild gjöf sem aldrei fellur úr gildi. Íslendingar eru mikil bókaþjóð en fjöldi bóka sem koma út ár hvert er með því mesta í heimi hérlendis. Það getur verið flókið að velja réttu bókina í pakkann þegar svo mikið úrval er í boði. Bækur sem bæta sjálfstraust barna eru ávallt góð hugmynd. Hér koma fimm tillögur af annars löngum og álitlegum lista. Í næsta tölublaði DV, Jólablaðinu mikla, verður annar og lengri listi yfir bækur sem DV mælir með.

 

Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur

Útgáfuár: 2020

Bókin fjallar um margar merkustu konur Íslandssögunnar og sýnir svo sannarlega að konur geta allt. Hugrekki, dugnaður og kjarkur drýpur af hverri síðu. Bókin er falleg myndskreytt af Auði Ýri Elísabetardóttur sem ljær söguhetjunum sterka mynd. Í formála frá höfundi kemur fram að það sé hennar von að börn eigi eftir að lesa bókina og sækja í hana hvatningu og kjark til þess að láta drauma sína rætast og gefast ekki upp þótt á móti blási.

Elli, dagur í lífi drengs með ADHD

Teikningar og saga eftir Ara H. G. Yates

Útgáfuár: 2020

Bókin er gefin út af ADHD samtökunum og er byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensks drengs sem er með ADHD. „Börn með ADHD upplifa sig oft misskilin og fá gjarnan neikvætt viðmót þegar þau eiga erfitt með að hlýða, vera kyrr eða vinna verkefni sem þeim finnst óspennandi. Megininntak bókarinnar að gefa raunsanna innsýn í líf barna með ADHD og benda ungum jafnt sem öldnum á að það er vel hægt að líta á ADHD með jákvæðum hætti; það er hægt að „beisla“ ADHD til góðs,“ segir um bókina á síðu ADHD samtakanna.

Handbók fyrir ofurhetjur eftir Elias og Agnes Vålund

Útgáfuár: 2017 – 2020

Út eru komnar fimm bækur í bókaflokknum Handbók fyrir ofurhetjur. Sú fyrsta er frá 2017 en sú nýjasta er nýkomin í verslanir. Lísu líður illa í nýja skólanum. Nokkrir strákanna leggja hana í einelti og á hverjum degi leitar hún skjóls á bókasafninu. Einn daginn rekst hún á bók sem inniheldur 101 æfingu fyrir þau sem vilja verða ofurhetjur. Getur verið að það sé hægt? Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í eigin hendur. Í fimmtu bókinni er meðal annars komið inn á mikilvægi þess að sýna veikleika. „Aðeins þau sem eru raunverulega sterk þora að sýna veikleika,“ segir í lýsingu bókarinnar.

 

 

Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig Eftir Bjarna Fritzson

Útgáfuár: 2020

Bjarni Fritzsson er sálfræðimenntaður afreksmaður í íþróttum sem haldið hefur fjölda sjálfsstyrkingarnámskeiða fyrir börn og unglinga. Bjarni hefur gefið út fjölda bóka með það markmið að efla krakka og hafa bækurnar um Orra óstöðvandi og Möggu messa notið mikilla vinsælda en Bjarni hefur einbeitt sér að því að ná til drengja með skrifum sínum.

Bókin Trúðu á sjálfan þig kemur meðal annars inn á hvernig börn geta verið ánægð með sig og öðlast meira sjálfstraust. Hvernig ná má betri árangri í því sem þau hafa áhuga á og hvernig takast skuli á við mótlæti. Orri óstöðvandi og Magga Messi koma víða við sögu, auk þess sem í bókinni er að finna ýmsar áhugaverðar frásagnir af flottum fyrirmyndum og öflugum strákum.

Ég vel mig eftir Ernu Kristínu Stefánsdóttur

Útgáfuár: 2020

Bókin hjálpar börnum og umsjónaraðilum að læra inn á sjálfsmyndina og líkamsmyndina, þekkja helstu hugtökin og efla sjálfstraustið með fræðandi og skemmtilegum hætti þar sem karakter bókarinnar leiðir ykkur í gegnum allt það mikilvæga í tengslum við virðingu gagnvart okkur og einstaka líkamanum okkar. Áherslan er lögð á að hjálpa öðrum að komast skrefinu nær því að ná sátt við líkama sinn, bera virðingu fyrir honum og elska hann. Elska hann eins og hann er núna og í gegnum allar breytingar sem kunna að verða í gegnum lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sló heimsmetið og svaf hjá 1057 karlmönnum á 12 tímum – Svona fór hún að því

Sló heimsmetið og svaf hjá 1057 karlmönnum á 12 tímum – Svona fór hún að því
Fókus
Í gær

Reynir Traustason fékk áfall um áramótin og ákvað að gera eitthvað í sínum málum – „Ég var með yfirbragð rúllupylsu“

Reynir Traustason fékk áfall um áramótin og ákvað að gera eitthvað í sínum málum – „Ég var með yfirbragð rúllupylsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“