Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Kristinn Jón Ólafsson eignuðust barn fyrir tveimur vikum. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Halldóra er Krabbi og Kristinn er Vatnsberi. Andstæður heilla og það er svo sannarlega satt þegar kemur að Krabbanum og Vatnsberanum. Vatnsberinn er þekktur fyrir að vera mannblendinn og opinskár á meðan Krabbinn á það til að vera dulur og hafa meiri áhuga á eigin hugarheimi en samskiptum við aðra. Krabbinn á auðveldara með að kljást við tilfinningar sínar og deila þeim með öðrum, en Vatnsberinn á það til að sópa þeim undir teppið og vona að þær hverfi.
Þarna erum við að tala um tvo mjög ólíka einstaklinga og gæti það skapað spennu, en lykillinn að hamingjusömu sambandi er að forgangsraða vandamálunum og reyna að skilja hvernig þau tjá tilfinningar sínar á ólíkan hátt. Ef þau ná tökum á þessu þá erum við að horfa á par sem á bjarta framtíð fyrir sér.
Krabbi
11. júlí 1979
Vatnsberi
23. janúar 1981