Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja ýr Ástþórsdóttir og þúsundþjalasmiðurinn Egill Fannar Halldórsson hafa sett íbúð sína á leigu.
Íbúðin er á besta stað í 101 Reykjavík. Um er að ræða 75 fermetra þriggja herbergja íbúð. Parið er að leita að góðum leigjendum í langtímaleigu.
Tanja Ýr og Egill eru sannkallað ofurpar. Tanja var að setja á fót nýtt fyrirtæki, Glamista Hair, með vinkonu sinni Kolbrúnu Elmu. Hún á og rekur einnig Tanja Yr Cosmetics þar sem hún selur vinsæl gerviaugnhár. Egill er frumkvöðull og er annar eigandi Gorilla vöruhús og Wake Up Reykjavík. Þau eru bæði einnig mjög vinsæl á Instagram.
Egill auglýsir íbúðina í Facebook-hópnum Leiga. Tanja og Egill auglýsa hana einnig á Instagram.
Parið ætlar sér að leigja út íbúðina frá janúar og fylgja öll húsgögn og raftæki með henni. Verðið er 235 þúsund krónur á mánuði, hiti, rafmagn og hússjóður innifalinn.
Meðal þess sem er innifalið er ísskápur, þvottavél, uppþvottavél, tvö snjallsjónvörp, heimabíókerfi, leðursófasett, borðstofuborð og stólar, rúm með rafmagnsbotni, kristallljósakrónur, diskar, skálar og raftæki í eldhúsi og eldhúsáhöld. „Allt sem þú þarft eða vilt fá með íbúðinni er í boði að fylgi með,“ segir Egill í auglýsingunni.