fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Tengdamóðir frá helvíti – „Hún segir að ég sé feit og sé að eitra fyrir barninu mínu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. desember 2020 20:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir nokkur hefur fengið endanlega nóg af tengdamóður sinni og afhjúpar allt það sem hún telur tengdarmóður sína hafa gert sér.

Idalis Lago segir frá öllu því sem tengdamóðir hennar hefur gert eða sagt við hana síðustu ár í myndböndum á TikTok. Hún kallar „myndbandaseríuna“ á TikTok: „Tengdar-skrímslið“ (e. Monster In Law).

Idalis á son sem er sjö mánaða. Hún og eiginmaður hennar ákváðu nýlega að loka á móður hans vegna hegðunar hennar.

Idalis lýsir tengdamóður sinni sem „eitraðri“ og nefnir nokkur dæmi. „Þú kallar mig og mömmu mína feita í hvert skipti sem þú hittir okkur, þú komst með hundinn þinn í brúðkaupið okkar og þú segir að ég sé að eitra fyrir barninu mínu með því að gefa því þurrmjólk,“ segir hún.

@idalislagoOh the things I’ve endured 😪😣 ##MIL ##monsterinlaw ##motherinlaw ##motherinlawproblems ##fyp ##DIL ##toxic♬ original sound – Idalis Lago 🌶

Idalis segir að tengdamóðir sín hafi einnig gert lítið úr hjónunum þegar þau héldu svokallaða „kynjaveislu“ og hafi grínast í þeim með því að þykjast missa son þeirra.

Idalis hefur deilt fjölda myndbanda um tengdamóður sína. Hún segir að þetta hafi kennt sér hvernig tengdamóðir hún vill verða í framtíðinni. „Ég ætla að vera andstæðan við hana. Ég vil vera velkomin á heimili sonar míns og kærustunnar hans,“ segir hún.

Eftir að foreldrarnir lokuðu á samskipti við tengdamóðurina reyndi hún að fá að hitta barnabarnið. Tengdamóðirin hringdi í son sinn og lýsir Idalis samskiptum mæðginanna í myndbandinu hér að neðan.

@idalislagoReply to @rachelmariecanas ##monsterinlaw ##motherinlawproblems ##MIL♬ originalsoundd -IdalissLagoo 🌶a/a> sectionon> blockquotete>scriptpasyncnsrc=“https://www.tiktok.comoembed.js“>

Idalis heldur einnig út YouTube-rás og talar þar einnig mikið um tengdamóður sína. Í myndbandinu hér að neðan sakar hún tengdamóður sína um að reyna að eyðileggja samband þeirra hjóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger