fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar- „Já þú mátt fá þér kokteil í hádeginu“

Fókus
Laugardaginn 7. nóvember 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 07.11. – 14.11.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Það eru fáir með jafnmikið keppnisskap og þú, elsku Hrútur og það virðist koma sterkt inn þessa vikuna. Allt verður keppni og áskorun og þú platar alla í kringum þig til að taka þátt. Við styðjum þig heilshugar. Þetta er mögulega góð leið til að dreifa huganum.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þér líður eins og unglingi og ert það mögulega, kæri lesandi. Þér líður allavega eins og það sé flókið að vera þú. Miklar tilfinningar og mikil óákveðni, hvert stefnirðu? Hvað ertu að gera? Hver er tilgangurinn? Einhver lærdómur er í gangi sem þú munt skilja seinna meir.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Hæ Bubbi byggir! Eftir að hafa horft á ófáa Heimilis- og hönnunarþætti síðustu mánuðina finnur þú til mikillar löngunar til að breyta, laga og gera fínt! Þú ert nú ágætlega handlaginn og fjölhæfur, þannig að útkoman ætti að vera í takt við það.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Sykursæti krabbi er í hátíðaskapi og bakar eins og enginn sé morgundagurinn. Að því sögðu þá minnum við þig á að passa þig á sykrinum, ekki éta tilfinningar þínar, segðu þær upphátt við sem flesta. Bætt, líkamleg heilsa hjálpar að koma ýmsu öðru í jafnvægi líka.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónið er heldur betur í skipulagsstuði, farið að panta jólagjafir og pakka inn! Það er ekki verið að sóa tíma. Mögulega leiðist þér, en það er gott að þú finnir þér eitthvað að gera. Passaðu bara að fá þér ekki of mikið rauðvín með netkaupunum, þá gæti eitthvað komið þér á óvart.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Skringilegir og yfirnáttúrulegir atburðir eiga sér stað hjá þér þessa vikuna. Mögulega sérðu draug eða færð áhugaverð skilaboð í draumi. Þetta verður allavega ógleymanlegt og saga sem þú munt endurtaka oft um ókomna tíð.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Skipulag einkennir þessa viku. Þú ert þekktur sveimhugi, því hvetja stjörnurnar þig til að halda minnisbók um allar þessar frábæru hugmyndir sem þú ætlar að framkvæma. Setning vikunnar er að stundum þarf maður að eyða peningum til að búa til peninga, hafðu það bara á bak við eyrað.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Já þú mátt fá þér kokteil í hádeginu. Það gilda engar reglur lengur, þannig séð. Þitt innra barn öskrar, þig langar bara að dansa, leika þér og þykjast ekki vera fullorðinn og það má – svo lengi sem þú vanrækir ekki skyldur þínar. Láttu það eftir þér, það hjálpar þér næstu vikur.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Ef það er einhver sem deyr ekki ráðalaus þá ert það þú! Þú kemur sjálfum þér á óvart hversu vel þú höndlar allt sem lífið kastar í þig, ekkert mun á þig fá. Festu skikkjuna! Þú ert tilbúin/n með lausnir, græjar, lagar og kemur miklu í verk.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Hæ, heyrðu þú misstir eitt… Kúlið! Okkur grunar að einhver hafi fengið það óþvegið frá þér og ekki átt það skilið. Við hvern þarftu að segja fyrirgefðu og hvað var það í raun sem orsakaði þessar tilfinningar? Segðu sorry og allt verður með felldu.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Árangur snýst ekki bara um ferilinn, heldur um að gera heiminn að betri stað. Hafðu það í huga því þú veist að þegar þú lætur gott af þér leiða þá líður þér betur. Fókuseraðu á það, fremur en það sem þú heldur að öðrum finnist að þú ættir að gera, já, lestu þetta aftur.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú ert minnsta félagsveran af öllum merkjunum og elskar þinn einkatíma. Fólk er oft fyrir þér og þú ert glaðastur einn undir teppi með bók (lesist rauðvínsglas). En fyrr má nú vera. En nú þarftu á þínu fólki að halda. Hringdu í „vín“konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“