fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Íslenska nektin vekur heimsathygli – „Ég elska þessa auglýsingu“ – „Íslendingum er alveg sama um nekt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 11:15

Skjáskot úr auglýsingunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing Nova sem birtist í gær hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún var birt. Mikið hefur verið rætt um auglýsinguna meðal Íslendinga á samfélagsmiðlum en nú er auglýsingin byrjuð að vekja athygli utan landsteinanna.

Í nótt var auglýsingunni deilt á eitt stærsta vefsvæði samfélagsmiðilsins Reddit. Um er að ræða vefsvæði þar sem myndböndum er deilt en rúmlega 24 milljónir fylgja vefsvæðinu. Síðan auglýsingunni var deilt þangað hefur hún fengið gríðarlega athygli, um 30 þúsund manns hafa líkað við hana og rúmlega 3.000 manns hafa skrifað athugasemd. Þá hefur auglýsingin fengið rúmlega 730 þúsund áhorf á myndbandsveitunni Vimeo.

„Íslendingum er alveg sama um nekt, þegar við fórum í sundlaug í Reykjavík var vörður sem sá til þess að túristar þrifu sig nógu vel áður en þeir færu í laugina. Fullt af nöktu fólki að labba um, ekkert stórmál,“ sagði einn notandi í athugasemd á Reddit.

„Ég sá hvorki Hafþór Júlíus Björnsson né Björk Guðmundsdóttur svo þetta myndband gerði það að verkum að nú hef ég séð miklu hærri prósentu af Íslendingum,“ sagði annar. Þá sagði mikið af fólki í athugasemdum að það væri ánægt að sjá alla mismunandi líkamana í auglýsingunni. „Ég elska þessa auglýsingu, frábær skilaboð“

Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri Nova, sendi DV söguna á bak við auglýsinguna í gær. Þar segir að Nova vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar, þá sérstaklega í sambandi við samfélagsmiðla sem sýni ekki alltaf hlutina í réttu ljósi. Herferðin snúist því um að sleppa glansmyndinni sem birtist á samfélagsmiðlum og velta líkamsvirðingu fyrir sér.

„Við hjá Nova viljum vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. Snjallsímar hafa svo sannarlega breytt lífi okkar síðan þeir komu fyrst á dansgólfið. Snjalltækin einfalda okkur lífið og netið fyllir okkur af fróðleik og innblæstri, oftast! En eins og með allt snýst þetta um jafnvægi og stundum þarf að banka í sig og minna á að vera á staðnum sem við gerðum, bæði í sjónvarpi í upphafi árs þar sem við fengum mikil viðbrögð auglýsingum þar sem við hvöttum alla til að „VERA Á STAÐNUM!”.

Skilaboðin í nýrri auglýsingaherferð ALLIR ÚR! eru tvíþætt. Í fyrsta lagi þá er úrið og úrlausn hjá Nova allt sem þarf! Eins og t.d. að rata um bæinn, hlusta á podcast, hljóðbækur og tónlist, fylgjast með heilsunni, borga úti í búð, vakna endurnærðari og hringja og móttaka símtöl þegar nauðsyn krefur. Þú getur gert allt þetta og síminn er víðsfjarri! Í öðru lagi tengjast skilaboðin glansmyndinni á samfélagsmiðlum við þurfum nefnilega að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum.“

Lesa meira: Nóg af nekt hjá Nova: Sjáðu auglýsinguna sem allir eru að tala um -„Verður umtalaðasta auglýsing sögunnar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?