fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Nóg af nekt hjá Nova: Sjáðu auglýsinguna sem allir eru að tala um -„Verður umtalaðasta auglýsing sögunnar“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 20:55

Tvö skjáskot úr auglýsingunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athyglisverð auglýsing sást á skjá RÚV skömmu áður en útsending frá landsleik Íslands og Litháen í handbolta karla hófst í kvöld. Auglýsingin er frá símafyrirtækinu Nova, þar sem snjallúr eru auglýst. Það eitt og sér er vissulega ekki í frásögur færandi, en leikarar auglýsingunni koma fram naktir.

„Allir úr!“ er slagorð auglýsingarinnar, en þar má sjá fólk, dansa, hlaupa, hjóla, labba og hoppa; inni, úti og í sundi. Allt á hinum svokölluðu adamsklæðum og það í takt við diskóslagarann Don’t Leave Me This Way.

Hér má sjá þessa umtöluðu auglýsingu:

Sagan á bak við auglýsinguna

Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri Nova hefur sent blaðamanni DV söguna á bak við auglýsinguna. Þar segir að Nova vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar, þá sérstaklega í sambandi við samfélagsmiðla sem sýni ekki alltaf hlutina í réttu ljósi. Herferðin snúist því um að sleppa glansmyndinni sem birtist á samfélagsmiðlum og velta líkamsvirðingu fyrir sér.

„Við hjá Nova viljum vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. Snjallsímar hafa svo sannarlega breytt lífi okkar síðan þeir komu fyrst á dansgólfið. Snjalltækin einfalda okkur lífið og netið fyllir okkur af fróðleik og innblæstri, oftast! En eins og með allt snýst þetta um jafnvægi og stundum þarf að banka í sig og minna á að vera á staðnum sem við gerðum, bæði í sjónvarpi í upphafi árs þar sem við fengum mikil viðbrögð auglýsingum þar sem við hvöttum alla til að “VERA Á STAÐNUM!”.

Í sumar vorum við með skemmtilegar áminningar í okkar daglega umhverfi – á Esjunni, Heiðmörk o.fl skemmtilegum útivistarstöðum. Við höfum gefið vekjaraklukkur með farsímum og þannig hvatt alla til að skilja símann fyrir utan svefnherbergið. Eitt sem við gerðum en vakti ekki mikla kátínu meðal leigusala var að loka á sunnudögum í Kringlunni og Smáralind. Af hverju gerðum við það? Jú við viljum að sunnudagar séu logg-át dagar! Okkur langaði að horfa til nágrannalanda, hafa fyrsta sunnudag opið en lengj njóta-lífsins-vikuna og þannig loka á sunnudögum í verslunum Nova. Njóta tímans með vinum, fjölskyldu í útiveru – kaffihúsi eða spjalli og sinna geðræktinni okkar. Þú getur alltaf verslað í dag á netinu.

Svo er það hitt sem við beinum sjónum okkar að núna, hvað erum við að gera allan þennan tíma með skjáinn fyrir framan okkur? Það eru samfélagsmiðlarnir sem eru að taka mestan þann tíma og það er óþægilega auðvelt að týnast í tímalínunni hjá hinum og þessum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að uppfærast með nýjum glansmyndum um veruleikann og klippum úr lífi áhrifavalda og vina okkar, en þetta eru sérvaldir bútar sem sýna ekki endilega raunveruleikan eins og hann er, já ég er sek! Í dag kynntum við úrlausn hjá Nova, nettengd snjallúr fyrst á Íslandi sem er frábær leið til að minnka skjátíma og rauðu deplana.

Skilaboðin í nýrri auglýsingaherferð ALLIR ÚR! eru tvíþætt. Í fyrsta lagi þá er úrið og úrlausn hjá Nova allt sem þarf! Eins og t.d. að rata um bæinn, hlusta á podcast, hljóðbækur og tónlist, fylgjast með heilsunni, borga úti í búð, vakna endurnærðari og hringja og móttaka símtöl þegar nauðsyn krefur. Þú getur gert allt þetta og síminn er víðsfjarri! Í öðru lagi tengjast skilaboðin glansmyndinni á samfélagsmiðlum við þurfum nefnilega að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum.

Það er mikilvægt að við setjum öll geðræktina í forgang, hún er undirstaða alls sem við gerum og þess hvernig við lifum lífinu! Útivera, hreyfing, núvitund, yoga, svefn, mataræði og þakklæti eru meðal annars lykilþættir þess að halda andlegri og líkamlegri heilsu góðri. Þess vegna þurfum öll að fara í geðræktina!

Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr!

„Verður umtalaðasta auglýsing sögunnar“

Auglýsingin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, en einn netverja grunar að þessi auglýsing muni setja met í fjölda skjáskota, og aðrir segja að hér sé um tímamótaverk að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?