Haltu jólaboð – strax
Þetta er ekki grín og það dugar að það sé einn gestur. Það sem verður að vera á boðstólum er jólatónlist, sparilegur klæðnaður, kerti, dúkur, jólaöl, piparkökur, flatbrauð með hangikjöti og konfekt.
2 Jólatónlist
Gerðu jólalagalista á Spotify og leyfðu þér að hlusta á hann daglega.
3 Jólamynd
Horfðu á jólamynd eða þátt. Nýtt efni hrúgast nú inn á efnisveiturnar. Love Actually og Home Alone standa svo alltaf fyrir sínu og norsku þættirnir Home for Christmas á Netflix eru æði.
4 Bakstur
Bakaðu smákökur og drekktu ískalda mjólk.
5 Jólaljós
Hengdu upp jólaljós. Meira er betra.
6 Föndur
Föndur hvers konar er alltaf jólalegt. Hægt er að kaupa ýmsa föndurkassa til að gera sápur, kerti og baðbombur á urd.is eða grípa í eitthvað einfaldara og föndra jólamerkimiða.
7 Jólaskraut
Keyptu þér eitt nýtt jólaskraut og stilltu því upp á góðan stað.
8 Ilmkerti
Kveiktu á jólalegu ilmkerti eða kveiktu í kanilstöng og leggðu í eldfast mót. í Body Shop fást líka dásamlegir ilmolíubrennarar og dropar.
9 Keðjupakkaleikur
Startaðu keðjupakkaleik. Settu lítinn glaðning á tröppurnar hjá vini eða vinkonu og skoraðu á viðkomandi að gera það sama fyrir einhvern annan.
10 Góðgerðarmál
Pakkaðu inn pakka og gefðu til góðgerðarmála. Það er fátt jólalegra en kærleikurinn.