fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Sara Heimis lýsir ofbeldissambandi við alræmdan handrukkara: „Hann var með einhvern í löggunni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. nóvember 2020 15:06

Sara Heimisdóttir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtarræktarkonan og hjúkrunarfræðineminn Sara Heimisdóttir, einnig þekkt sem Sara Piana, er nýflutt aftur til Íslands eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum.

Sara vakti mikla athygli hér á landi þegar greint var frá sambandi hennar og vaxtarræktarkappans Rich Piana. Þau giftu sig í september 2015. Þau skildu að borði og sæng árið 2016. Hann veiktist og lét lífið í ágúst 2017.

Sjá einnig: Sara Heimis minnist Rich Piana

Sara er nýjasti gestur í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í þættinum lýsir hún hræðilegu ofbeldi sem hún varð fyrir að hálfu þáverandi kærasta hennar, sem var hættulegur handrukkari og stór í undirheimunum.

Í þættinum spyr Sölvi hana um aðdragandann að því að hún þurfti að flýja land.

Sara segist hafa átt yndislega æsku og hafi ferðast mikið með móður sinni. „Síðan þegar ég var átján ára gömul þá heyrðum við vinkona mín af manni sem var að opna ljósastofu. Við ákváðum að sækja um vinnu. Þessi maður var rosalega sjarmerandi, með góðan persónuleika og talaði góðu máli og allt svona. Og maður er átján ára gamall og hugsaði klárlega ekki eins og maður gerir núna. Síðan bauð hann okkur í partý og við fórum í þetta partý og þá var maðurinn nýkominn af spítalanum og var nánast dáinn og eitthvað, og ég vissi náttúrlega ekkert um þennan mann. Hann var greinilega nýkominn til landsins,“ segir hún.

Síðan byrjaði ofbeldið

Sara segir að áður en hún vissi af voru þau komin í samband. „Af því hann dó næstum því í þessu partýi og ég var þarna til að hjálpa,“ segir hún.

„Hann varð edrú og var það í einhvern tíma, sex mánuði. Síðan fór allt niður á við um leið og hann féll.“

Hún útskýrir síðan hvernig sambandið varð að ofbeldissambandi.

„Hann var allt annar maður fyrst […] En þegar hann féll beitti hann mig mjög miklu líkamlegu ofbeldi og andlegu, og þetta var orðið að vítahring sem ég komst ekki úr. Hann „köttaði“ á öll samskipti við fjölskyldu og vini. Ég mátti ekki hafa síma,“ segir hún.

Sölvi spyr þá hissa af hverju hún hafi ekki fengið að vera með síma. „Þegar ég var með símann varð hann alltaf brjálaður yfir einhverju. Hann var náttúrulega í bullandi neyslu, og var sjálfur að selja stera og fíkniefni og var handrukkari og fleira. Hann var frekar hættulegur, við skulum orða það svoleiðis. Var greinilega mjög stór í undirheimunum, sem ég vissi ekki fyrst, komst bara að þessu öllu saman,“ segir hún og bætir við að hún hafi séð allt annan mann í byrjun sambands þeirra.

Sara segir að með tímanum varð sambandið bara verra. Hann beitti hana miklu ofbeldi og eyðilagði allar eigur hennar. „Þetta var bókstaflega versti tími lífs míns,“ segir hún.

„Ég komst loksins úr landi þegar ég var 21 árs. Hann var mjög stjórnsamur og þetta var hræðilegt,“ segir hún og lýsir því þegar hún flúði:

„,Þetta náði loksins því stigi að ég hugsaði að ég myndi deyja ef ég kæmist ekki í burtu og ég yrði að flýja. Mamma var búin að bíða í bílnum í nágrenni við íbúðina í nærri þrjá daga samfellt þegar rétta tækifærið kom þegar hann var sofandi. Þegar ég loksins komst út var ég keyrð beint upp á spítala, enda var ég gjörsamlega í tætlum. Búið að rífa af mér mikið af hárinu og öll blá og marin. Ég var ekki skráð inn á spítalann af ótta við að hann gæti fundið mig og síðan um morguninn fór ég beinustu leið upp á flugvöll. Lögreglan fylgdi mér alla leið frá spítalanum og alveg inn í flugvélina, af því að hann var með tengsl út um allt.“

Með einhvern í lögreglunni

Sara segir að það hafi verið erfitt að flýja, hann hafi hótað fjölskyldu hennar og hún óttaðist um líf þeirra. „Hann hótaði mömmu oft með hafnarboltakylfu og pabba mínum með exi. Þetta var þegar þau voru að reyna að hjálpa mér í burtu. Hann var með stráka sem gerðu allt fyrir hann, sama hvað það var. Hann var mjög hættulegur, eða gat verið það. Hann vildi bara ekki sleppa mér, hann ætlaði að drepa mömmu mína og hundana mína ef ég myndi ekki gera eins og hann sagði. Þegar maður er í svona ofbeldissambandi þá er maður svo rosalega hræddur og maður bara einhvern veginn fer í kúluna sína og þorir engu því ef maður gerir eitthvað rangt þá er maður bara barinn í spað […] Maður er tekinn upp á hálsinum, hent upp við vegginn og hent í gólfið og sparkað í mann og bara alls konar.“

Aðspurð hvort hún hafi reynt að kæra hann til lögreglu segir Sara að móðir hennar hafi reynt að hjálpa henni en það hafi ekki gengið.

„Hann var með einhvern í löggunni, þannig í hvert skipti sem hún hringdi þá frétti hann af því og þá varð allt tíu sinnum verra,“ segir hún og bætir við að sama hvað hún reyndi til að komast úr sambandinu, þá hafði ekkert gengið.

Þú getur horft á allan þáttinn hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

https://www.youtube.com/watch?v=TGbOuncJx9o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set