fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Hjúkrunarfræðingur birtir sláandi „fyrir og eftir“ mynd – Átta mánuðir í framlínunni gegn Covid

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. nóvember 2020 09:03

Kathryn fyrir faraldurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingurinn Kathryn deilir tveimur myndum hlið við hlið til að vekja athygli á álaginu sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á heilbrigðisstarfsfólk.

Fyrri myndin var tekin í apríl, þegar hún var nýútskrifuð úr hjúkrunarfræðinámi. Seinni myndin var tekin í síðustu viku, eftir að hafa verið í framlínunni gegn Covid í átta mánuði í Bandaríkjunum.

Myndirnar hafa vakið gríðarlega athygli og tjáði Kathryn sig frekar um málið í nýrri færslu.

Hún útskýrði að hún elskar að vera hjúkrunarfræðingur en þetta hefur verið erfitt og lærdómsríkt ferli. Hún sagði starfið jafnframt vera heiður og hún myndi ekki vilja gera neitt annað.

„Það er átakanlegt að horfa á fólk deyja, þegar það hefði verið hægt að komast hjá dauða þeirra, það er enn erfiðara þegar þú horfir á sjúklinga deyja á sama hátt, aftur og aftur. Það er hrikalegt að pólitík hafi nú smitað einfalda hluti eins og almenna skynsemi og kurteisi,“ segir hún og vísar til pólitískra átaka um sóttvarnarreglur í Bandaríkjunum.

Hún sagði að Covid-19 væri „hræðilegur sjúkdómur“ og hún myndi ekki óska sínum versta óvini að smitast af honum.

„Vinsamlegast reyndu að skilja, að þú ert ekki bara að vernda sjálfa/n þig, þú ert að vernda fólkið í kringum þig.“

Það leið ekki á löngu þar til myndirnar og færslur Kathryn fóru eins og eldur í sinu um netheima. Fjöldi netverja þökkuðu Kathryn fyrir störf hennar og fyrir að vekja athygli á mikilvægu málefni.

Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa fetað í fótspor Kathryn og deilt „fyrir og eftir“ myndum á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa