Það er svartur föstudagur í næstu viku. En hvað kaupir þitt stjörnumerki á þessum stóta útsöludegi?
Hrútur
21. mars–19. apríl
Þú ert venjulega frekar hagsýnn og raunsær en það þarf bara örfá rauðvínsglös og þú ert búinn að panta silkifjaðraslopp fyrir þig og systur þína, sinn í hvorum litnum! Öll rök fljúga út um gluggann og tilhlökkunin til að fá tilkynningu um póstsendingu lífgar upp á vikuna.
Naut
20. apríl–20. maí
Einhleypt eður ei þá nýttir þú þér afsláttinn á einhleypa deginum til þess að kaupa þér nýjasta og heitasta kynlífstækið. Aðeins of margir takkar en þú er spennt engu að síður. En þessi kaup duga þér í bili þannig að þú kaupir líklega ekkert á næstu útsölu
Tvíburar
21. maí–21. júní
Tvíburinn nennir aldrei sérstaklega að pæla í peningum og á þar af leiðandi alltaf meira í huganum en í raun og veru. Hann kaupir því oft allt sem hann langar í og pælir lítið í að næla sér í einhvern afslátt. Tvíburinn mun kaupa sér einhvern óþarfa daginn eftir „Black friday.“
Krabbi
22. júní–22. júlí
Elsku Krabbinn er svo mikill kósý krútthaus. Hann á pottþétt eftir að kaupa sér einhvern dekurpakka eða nýja sæng og kodda. Og þessi koddi mun gleðja þig meira en nokkuð annað. Það er yndislegt hvað þú ert nægjusamur.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Ljónið vill alltaf skapa góða stemningu. Ef þú kaupir ekki „lava“ lampa þá áttu eftir að kaupa þér skjávarpa eða ljós sem skiptir um lit eða jafnvel lítinn arinn. Eitthvað sem skapar stemningu og eitthvað sem þú hlakkar til að sýna gestum.
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Meyjan er ágætlega nísk á sjálfa sig en ef það hefur eitthvað að gera með praktík þá er hún sko alveg til. Þú átt pottþétt eftir að kaupa þér löngu fram í tímann dagbók fyrir 2021 og einhverja skrítna skipulagseiningu sem þér einni er lagið. Litakóðað enn þá betra!
Vog
23. sept–22. okt
Þú hefur þörf til að réttlæta kaupin þín því þú ert mikill safnari og elskar smámuni. Sem betur fer er mikil nostalgía í þér og því kaupir þú þér sjaldan eitthvað nýtt og það er ekki oft sem nytjamarkaðir taka þátt í „svörtum föstudegi“ þannig að þú eyðir ekki miklu þessa vikuna.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Sporðdrekinn býr yfir miklum klassa. Hann kann að meta vandaða hluti hvort sem hann hefur efni á þeim eða ekki. Hann elskar fín ilmvötn, kavíar og kampavín. Spákonan spáir því að Sporðdrekinn kaupi sér merkjavöru þessa vikuna.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Það er mikil hætta á ferð þegar Bogmaðurinn heyrir „Útsala!“ Hann er bisness gúrú sem vill mikið fyrir lítið og elskar að gefa gjafir. Fallegar og skrítnar gjafir vekja áhuga hans. Hann mun sannarlega eyða miklu þessa vikuna.
Steingeit
22. des–19. janúar
Líkt og Sporðdrekinn þá kann Steingeitin að meta fallega merkjavöru en hún er þó mjög nægjusöm og líklegri til að eyða í húmor eða vini sína. Við spáum því að Steingeitin kaupi sér fullorðins samfellur fyrir sig og sína. Eitthvað mjög ópraktískt en þó fyndið.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Vatnsberinn kann best að hugsa vel um sjálfan sig og dekra við sig. Þú átt eftir að kaupa þér baðbombur og andlitsmaska sem er smá í andstöðu við umhverfisverndina sem þú berst mikið fyrir. En æ, maður má stundum leyfa sér…
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Fiskurinn er nægjusamur en það er samt margt á óskalistanum því hann er líka fagurkeri og vill hafa fínt og eiga fína hluti. Ólíkt Vatnsberanum þá er hann þó sannur umhverfissinni (haha, ekki móðgast Vatnsberi góður) og á eftir að gera samviskusamleg kaup.