fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Viktoría og Sóli eiga von á sínu fimmta barni

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 20:30

Sóli og Viktoría. Mynd: Ernir Förðun: Elín Reynis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjörnurnar Viktoría Hermanns og Sóli Hólm hafa á stuttu en viðburðarríku samlífi sínu kynnst því ljúfa og sára en nú stefnir í lygnari sjó. Þau eiga von á sínu fimmta barni og Sóli hefur lofað að fjarlægja gröfurnar úr garðinum og setja gólf í þvottahúsið fyrir vorið. Tilvonandi hjónin prýða forsíðu helgarblaðs DV, sem kemur út föstudaginn 20. nóvember.

Sóli og Viktoría hafa staðið nánast linnulaust í framkvæmdum í þrjú ár. Sólmundur lofaði barnaherbergi handa drengjunum fyrir jólin og að sauma saman sundurgrafinn garðinn fyrir næsta vor en húsmóðirin hefur sjálf lofað kraftaverki. Hún er gengin tæpar fjórtán vikur með annað barn þeirra Sóla. Sóli á fyrir drengina Matthías og Baldvin Tómas og Viktoría á dótturina Birtu. Saman eiga þau svo hana Hólmfríði Rósu sem verður tveggja ára 29. mars.

Þegar nýja lífið lítur dagsins ljós í vor verður því fjölskyldan orðin sjö manna. „Þetta var kannski ekki alveg á áætlun en við erum mjög glöð,“ segir Viktoría og það liggur í augum uppi að lífið þeirra saman er minna af áætlunum og meira af lífinu sjálfu.

„Við vorum búin að vera saman í sex mánuði þegar við keyptum þetta hús,“ segir Sóli og ljóst er á þeirra fjögurra ára sambandi hefur mikið gerist. Bæði ljúft og sárt. Aðspurð um hvernig það kom til að þau urðu par kippast öll munnvik upp. „Við könnuðumst við hvort annað og vorum svo eitthvað að spjalla á Facebook,“ segir Sóli. „Ég vil meina að Viktoría hafi byrjað að tala við mig en kannski var hún ekkert að reyna við mig. Ég varð alveg rosalega spenntur fyrir henni snemma og gekk svolítið á eftir henni. Hún var nú ekkert að berja mig í burtu en ég setti meiri kraft í þetta fyrstu vikurnar. Ég varð alveg rosalega skotinn í henni. Ég var bara eins og ég væri 16 ára og réði ekkert við það og fannst það smá óþægilegt. Það var bara einhver tenging og ég hafði mikla trú á því að það væri eitthvað þarna.“

Sóli og Viktoría í fallega eldhúsinu á Hringbraut. Mynd: Ernir

Yfirnáttúruleg ást

„Stundum ef maður leyfir sér að vera yfirnáttúrulegur og að hugsa út í það sem við sjáum ekki, þá er staðreyndin sú að ömmur okkar voru vinkonur og bjuggu á sitt hvorum bænum í Ölfusi, hlið við hlið. Voru saman í húsmæðraskóla og í mínum villtustu yfirnáttúrulegu pælingum trúi ég því að þær hafi haft verið að beina þessu í farveg. Mér finnst það falleg hugmynd. Við vorum bæði mjög náin þessum ömmum okkar,“ segir Sóli. „Frænka mín og frændi, systkini ömmu úr sveitinni, kalla Sóla frænda. Við erum sexmenningar og ömmur okkar og afar voru því fjórmenningar svo þau segja alltaf frændi við hann,“ segir Viktoría.
„Já sem er óþægilegt,“ segir Sóli og hlær.

Fyrsta stefnumót þeirra tilvonandi hjóna var nokkuð óhefðbundið. „Ég var að koma úr ræktinni og ákvað að kíkja í sund, ómáluð í lánssundbol.“ „Þá þóttist ég auðvitað þurfa að fara líka í sund. Ég hef aldrei gengið svona á eftir manneskju áður.“ „Svo fórum við í Mannakornsbíltúr. Og svo á Mannakornstónleika,“ bætir Viktoría við. Þetta unga fólk virðist hafa fæðst miðaldra.

Þau jánka því bæði. Á þessum tímapunkti höfðu sameiginlegar vinkonur reynt að fá þau til að hittast þar sem augljóst þótti að þau ættu, þrátt fyrir að vera mjög ólík, mjög margt sameiginlegt. „Svo komumst við því að við höfðum bæði stundað það sem unglingar að hringja í Reykjavík síðdegis í símatímanum,“ segir Sóli. „Þetta gerðum við mjög reglubundið. Biðum heima eftir að þátturinn byrjaði og hringdum svo inn með grínröddum og tjáðum okkur um heit málefni,“ segir Viktoría. „Þetta var samt ekki tóm þvæla, við vorum með markmið og lékum ákveðnar týpur. Fyrst markmiðið var að komast í samantektina í lok þáttar. Eða í föstudagslagið í lok viku þegar búið var að klippa saman brot úr símatímum, ég náði því tvisvar. Það var geggjað og ef maður náði því að láta Þorgeir eða Kristófer hlæja upphátt. Það var toppurinn,“ segir Sóli.

„Já, það var algjörlega toppurinn að komast í Föstudagslagið,“ segir Viktoría hlæjandi. „Já þetta er skrítið, ég vissi ekki um neinn annan en okkur Janus vin minn sem stunduðu þetta þar til ég hitti Sóla.“ „Þó Viktoría sé ekki eins athyglissækin og ég og sé mun rólegri þá erum við að mörgu leyti mjög lík. Við erum mjög gamlar sálir. Við erum ekki spennt fyrir nýjum hlutum, við viljum bara skoða það gamla aftur og aftur. Við elskum til dæmis öll gömlu húsin hérna í Vesturbænum og höfum reynt að kynna okkur sögu þeirra. Bara smá nördar held ég. Svo erum við líka frek óvínhneigð og vín liggur við skemmist hjá okkur þó okkur finnist auðvitað gaman að gleðjast í góðra vina hóp.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni. Athugið: blaðið kemur ekki út fyrr en föstudaginn 20. nóvember.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024