Fjölmiðla- og körfuboltaparið Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir eignuðust stúlku, þann 31. október síðastliðinn. Pálína er fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og spilaði lengi í úrvalsdeild. Kjartan Atli er sjónvarpsmaður á Stöð 2 og stýrir meðal annars körfuboltaþættinum Domino‘s körfuboltakvöld, stundum með Pálínu sér við hlið.
DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Kjartan er Tvíburi og Pálína er Steingeit. Það getur verið viss áskorun fyrir Tvíbura og Steingeit að láta sambandið ganga. En ef þeim tekst að laga sig að stíl hvors annars þá verður sambandið bara betra með árunum.
Tvíburinn er glettinn og aldrei langt í grínið hjá honum. Hann kennir Steingeitinni að meta spaugilegar hliðar lífsins.
Tvíburinn er líka ótrúlega bjartsýnn og á auðvelt með að hressa við svartsýnu Steingeitina. Steingeitin er einbeitt og setur sér skýr markmið, hún getur hjálpað Tvíburanum að taka ákvarðanir og elta drauma sína.
Tvíburi
23. maí 1984
Steingeit
2. janúar 1987