fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Vala hefur sterka skoðun á hvað einkennir góða leikara

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 11:30

Vala Kristín. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og handritshöfundurinn, Vala Kristín Eiríksdóttir, sló fyrst í gegn með sjónvarpsþáttunum Þær Tvær. Sú sería var sýnd á Stöð 2 fyrir nokkrum árum síðan og vakti verðskuldaða athygli. Eftir þá velgengni byrjaði Vala að leika í bíómyndum, auglýsingum og öðrum þáttum. Vala mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um leiklist, handritagerð og sjónvarpsþættina, Venjulegt fólk.

Þriðja serían af Venjulegu fólki var frumsýnd síðastliðinn október í Sjónvarpi Símans og hefur þegar slegið áhorfsmet. Vala leikur ekki einungis eitt af aðalhlutverkunum heldur er hún ein af þeim sem skrifar seríuna.

„Við erum fjögur sem skrifum Venjulegt fólk. Fannar Sveinsson, sem er líka leikstjórinn, Dóri DNA, Júlíana Sara sem er hinn helmingurinn af mér og ég. Það hefur gengið alls konar á. Þetta er náttúrulega verkefni sem var nýtt fyrir mér og Júlíönu, þar sem við höfum aldrei skrifað svona langa sögu áður. Í sketsum þarftu að búa til heim sem er í þrjár mínútur og þó að það sé líka alveg „tricky“ þá var Venjulegt fólk miklu stærri biti,“ segir hún.

Vala og Júlíana gerðu sér fljótt grein fyrir því að fyrir verkefni af þessari stærðargráðu, þá þurftu þær aðstoð.

„Við þekktum til Fannars og við tókum fund með honum og hann eiginlega var svolítið spenntur fyrir því að leikstýra líka. Svo fengum við Dóra inn aðeins seinna þegar við fundum það að við þurftum einhvern sem hafði gert svona áður. Við erum alveg skapandi og dugleg en okkur fannst okkur vanta einhvern sem sagði bara við okkur: „This is how it’s done“.“

Sterkar skoðanir

Vala hefur líka sterkar skoðanir á leiklist og hvað henni finnst einkenna góða leikara.

„Það er eitthvað sem þú getur ekki alveg snert og ég veit ekki alveg hvernig ég á að gera hjá sjálfri mér en ég er að reyna það. Stundum horfi ég nefnilega á leikara leika og mér finnst ég finna að þau eru ekki að horfa á sjálfa sig utan frá. Maður er alltaf eðlilega með tvöfaldan fókus, skilurðu, þú þarft að hafa myndavélina í huga eða áhorfendur. Þú þarft alltaf að vera meðvitaður um hvað þú ert að gera en svo líka að reyna að gefa. Svo með tímanum verður þetta „second nature“ og þú getur leikið á myndavélar án þess að setja þig í einhverja sérstaka leikarastellingu. Þá finnur maður að frammistaðan er alveg einlæg.”

Í þættinum ræða þau einnig hversu flott leikkona Meryl Streep er, hvernig COVID hefur haft áhrif á skipulag hjá Völu, hversu skrýtið það var fyrir hana þegar framleiðsluteymið hennar stækkaði til muna þegar hún fór að gera Venjulegt fólk og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Swift ekki sátt og finnst hún notuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“